Prjónagleði fjölsótt og lukkaðist með ágætum

Linda Eiríksdóttir prjónahönnuður og fyrirlesari á Prjónagleði 2021.
Linda Eiríksdóttir prjónahönnuður og fyrirlesari á Prjónagleði 2021.

Það var virkilega skemmtilegt að upplifa gleðina og áhugann sem var við völd hjá gestum hátíðarinnar. Haldin voru 15 námskeið sem öll tengdust prjónaskap, garni eða ull á einhvern hátt, fjölmenni var á fyrirlesturm hátíðarinnar og viðburðir eins og prjónaganga og prjónamessa mæltust vel fyrir hjá þátttakendum, sem einni nutu þess að kíkja á Spunasystur að sunnan og endurvinnsluverkstæði fyrir prjónles svo eitthvað sé nefnt.

Á Garntorginu í íþróttahúsinu, buðu 20 söluaðilaraðilar garn og aðrar prjónatengdar vörur til sölu, Ístex kynnti þar ullarsængur sínar og kodda og sýndu einnig peysurnar úr síðustu Lopabók. Vinningsvestin úr hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar voru til sýnis á Garntorginu auk þess sem kaffihús og huggulegt svæði þar sem hægt var að tylla sér með kaffibollann, spjalla og prjóna setti mikinn svip á torgið.

Samveran sem Prjónagleðin bauð upp á var greinilega orðin langþráð og nýttu prjónar öll tækifæri til þess að setjast niður í minni og stærri hópum, draga fram prjónana eiga saman góðar prjónastundir þessa frábæru helgi.

Næsta Prjónagleði verður haldin 10. - 12. júní 2022 og við getum strax farið að láta okkur hlakka til! Fylgist með á Facebook: https://www.facebook.com/knittingfestival

Prjónagleðin 2021 var styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Uppbyggingarsjóði.