Opið hús TextílLab 27.-29.8.

Textílmiðstöð Íslands setti upp og opnaði fyrsta stafræna textíl lab landsins núna í sumar. Helgina 27. - 29. ágúst verður opin helgi þar sem smiðjustjóri mun aðstoða við notkun á smiðjunni. Á staðnum eru geislaskeri, vínyl prentari, útsaumsvél, nálaþæfingarvél og stafrænn vefstóll. 

Vefstóllinn krefst kynningarnámskeiðs, því verður ekki í boði að spreyta sig á honum. Önnur tæki verða opin gestum.

Aðgengi er frítt, en kostnaður verður á efnisnotkun.