Nýsköpun í textílhönnun

Þátttakendur í verkefninu
Þátttakendur í verkefninu "Nýsköpun í textíl", samstarfsverkefni Textílmiðstöðvarinnar og Myndlistaskólans 2019.

Textílmiðstöð Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík hlutu sl. vetur styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna vegna verkefnsins ,,Nýsköpun í textílhönnun". Í framhaldinu komu núverandi og útkrifaðir nemendur úr textíldeild Myndlistaskólans, fjórir samtals, til okkar í verkefnavinnu sumarið 2019. Ragnheiður Stefánsdóttir, Sigríður Vala Vignisdóttir, Drífa Líftóra Thoroddsen og Margrét Katrín Guttormsdóttir rannsökuðu vefnaðarmunstur í Textílmiðstöðinni í þeim tilgangi að hanna úr þeim nýja vöru. Í lok ágúst voru hugmyndir þeirra kynntar í Myndlistaskólanum. Unnið verður áfram að þróun verkefnisins á næstu mánuðum.