Nordic Fablab Bootcamp fór fram á Húsavík 5.-9. janúar 2026. Markmið þess er að styrkja tengslanetið og bjóða upp á hagnýta reynslu.
Nordic Fablab Network samanstendur af Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Við erum hluti af tengslanetinu og héldum námskeið í tufting. Alissa, einn af umsjónarmönnum TextílLabsins, stýrði námskeiðinu og tók einnig þátt í vinnustofum um saumavélar, silkiprentun, 3D-prentun, laserskurð og fleira.