Nemendur í heimsókn

Þann 1. september síðastliðinn komu 11 nemar sem stunda nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík í heimsókn í Textílmiðstöðina og skoðuðu í þetta skiptið TextílLabið.

Hópurinn var í námsferð og fór hópurinn einnig á Heimilisiðnaðarsafnið. Í desember er síðan aftur von á hópnum en þá ætlar hann að dvelja í nokkra daga og nýta sér aðstöðuna í verkefnavinnu.

Við hlökkum til að fá hópinn aftur til okkar og þá í lengri tíma.