Skýrslan „Íslenski textílklasinn – þverfaglegt samstarf um eflingu textílframleiðslu á Íslandi“ var unnin fyrir Textílmiðstöð Íslands árið 2025 og fjallar um stöðu textíliðnaðarins hér á landi. Hún byggir á undirbúningsvinnu sem Textílmiðstöðin hafði áður hlotið styrk til úr Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni, en í þessu skrefi bættust við djúpviðtöl við 18 aðila sem gætu orðið klasafélagar, greining á efnahagslegum umsvifum textíliðnaðar á Íslandi og svokölluð demantagreining sem styðst við fræði Michael Porter um klasastarfsemi. Demantagreiningin metur hvort forsendur séu til staðar til að mynda klasa á tilteknu sviði og á ákveðnum stað.
Skýrsluna má finna hér: