Iceland Field School

Í júní dvelja hjá okkur 16 nemendur frá Concordia Háskólanum í Montreal, Kanada. “Iceland Field School” er haldin á Blönduósi í þriðja skipti og dvelja nemendur allan júnímánuð.
 
Textílmiðstöð tekur þátt í stóru samstarfsverkefni um þessar mundir sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins: Tracks4Crafts. Í verkefninu leggjum við hjá Textílmiðstöðinni sérstaka áherslu á kennslu á hefbundnu handverki og fá nemendur kennslu frá starfsmönnum Textílmiðstöðvarinnar. Þau læra að vefa, lita og spinna ull; þau kynnast einnig TextílLabinu og tækjum sem þar eru í boði ásamt því að vinna eigin verkefnum á vegum skólans t.d. á sviði menningarsögu og ferðamála.
 
Umsjón með “Field School” hefur Kathleen Vaughan, prófessor í textíl, sem er einnig hugmyndasmiður verkefnisins. Skemmtilegt er að segja frá að Kathleen fékk hugmyndina eftir að hafa dvalið hjá okkur sem listamaður árið 2016.
 
Nemendur taka alltaf virkan þátt í Prjónagleðinni á meðan þau dvelja á Blönduósi. Þau eru einstaklega jákvæð yfir dvölinni hér og hrifin af svæðinu okkar og dugleg að deila myndum á samfélagsmiðlum, af því sem þau gera og upplifa.
 
Það er mjög mikil ánægja fyrir okkur að hafa þau hér hjá okkur!