Iceland Field School

Iceland Field School frá Concordia háskólanum í Montreal er lentur á Blönduósi og munu nemendurnir dvelja hjá okkur í Textílmiðstöðinni allan júnimánuð. Iceland Field School er þverfaglegt, einingarbært námskeið þróað af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia Háskólanum í Montreal, Kanada í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands. Námskeiðið var fyrst haldið í júní 2018 og nú í annað skipti, júní 2022. Þátttakendur eru 16 og munu þau sækja ýmsa kennsla á sviði ullarvinnslu, s.s. spuna, vefnaðar og jurtalitun auk þess að kynna sér hugmyndafræði tengd umhverfis og ferðamálum, safnafræði og þá með textíl í huga.

Fyrsta vinnustofa var haldinn þann 3. júní þar sem Ragnheiður B. Þorsdóttur (lengst til hægri á myndinni) héld fyrirlestur um vefnað, eða  "tapestry weaving by frame".

Fleiri upplýsingar má finna á heimasíðu námskeiðsins: 

https://icelandfieldschool.ca/