,,Heldurðu þræði" - vinningshafar

Frá vinstri: Kristín S Gunnarsdóttir, Elín Jóna Traustadóttir, Linda Friðriksdóttir.
Frá vinstri: Kristín S Gunnarsdóttir, Elín Jóna Traustadóttir, Linda Friðriksdóttir.
„Værukær kúrukoddi“,, Mjúkull- yfirdýna“ og „Húseingagrun úr ull“ hlutskörpust í Nýsköpunarnámskeiði Háskóla Íslands, Textílmiðstöðvarinna og Centrinno. „Heldurðu þræði", námskeið fyrir frumkvöðla í textíl lauk um helgina.
 
Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands buðum upp á endurgjaldslaust nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu hér á landi. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði“ og er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og vildu hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða voru í atvinnurekstri og vildu auka rekstrarþekkingu sína.
Námskeiðin voru sjálfstæð og voru tíu talsins. Námskeiðin voru kennd í fjarkennslu, kennd á þriðjudögum frá 13:00 – 15:00.
 
Gaman að segja frá því að það voru þátttakendur frá öllu landinu og einnig íslendingar sem búa erlendis. Þrjátíu verkefni sóttu á námskeiðin sem voru um það bil 45 þátttakendur. Sex verkefni kláruðu og kynntu fyrir dómnefnd. Dómnefndina skipuðu þau Berglind Ósk Hlynsdóttir frumkvöðull og fatahönnuður, Hannes Óttósson, doktor í nýsköpun og sérfræðingur hjá Rannís og Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ístex.
 
Margar skemmtilegar hugmyndir litu dagsins ljós og lóst er að það eru margar hugmyndir þarna úti. Niðurstöður dómnefndar voru eftirfarandi. Í þríðja sæti var Linda Friðriksdóttir með hugmynd sína ,,Húseinangrun“ að nýta ullina saman með steinull í húseingangrun. Í öðu sæti var Kristín S Gunnarsdóttir með hugmynd sína ,,Mjúkull - yfirdýna fyrir náttúrubörn“. En sigurvegari var Elín Jóna Traustadóttir með hugmynd sína ,,VæruKær kúrukoddi“ sem er fylltur með íslenskri ull. 
 
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!
 
Háskóli Íslands - Rettinda Ronja          CENTRINNO | Icelandic Textile Center