Hádegisfyrirlestur: Atmospheric Encounters 25.3.

Ljósmynd: Heidi Pietarinen.
Ljósmynd: Heidi Pietarinen.

Föstudaginn 25 mars mun Heidi Pietarinen prófessor við lista- og hönnunardeild Háskólans í Lapplandi og listakona í Ós Textíllistamiðstöð flytja fyrirlestur um "Atmospheric Encounters: “Kangas” - langtíma líflistarverkefni þar sem vísindamenn og listamenn taka þátt - frá klukkan 12:00 - 13:00. 

Erindið fjallar m.a. um nýsköpun þar sem teflt er saman náttúruvísindum, tækni og textílhönnun. Einnig ætlar Heidi að segja frá textílmenntun í Finnlandi. Í lok fyrirlestrar verður tími fyrir spurningar og umræður. 

Erindinu verður streymt á Facebook-síðu Ós Textíllistamiðstöðvarinnar. 

Ós Textíllistamiðstöð í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands hlaut styrk frá Nordic Culture Point til að taka á móti 6 listamönnum frá Norður- og Eystrasaltslöndunum og er Heidi síðasti styrkþeginn.

Um “Atmospheric Encounters”: 
 

BioARTech, Future Bio Arctic Design (F.BAD) and High-Altitude Bioprospecting (HAB) are innovative combinations of natural sciences, technology and textile design of the Arctic Finnish Lapland area. They allow for participation in multidisciplinary working groups that include a variety of expertise from biochemists to artists. The working group shares an interest in (textile) art, environment and bioart, the study of living organisms that are too small to be visible. (For example, the Finnish idea of “kangas” – a word that translates as both “fabric” and “forest type” – describes the intricate meshing of species, human, non-human, aerial, and terrestrial.)

BioARTech Laboratory: https://www.ulapland.fi/EN/Webpages/BioARTech-Laboratory; Future Bio Arctic Design: https://www.ulapland.fi/FI/Yksikot/Taiteiden-tiedekunta/Taiteen-ja-muotoilun-tutkimus/Projektit/Future-Bio-Arctic-Design-%e2%80%93-FBAD; HAB: https://h-a-b.net/ExpeditionsandExhibitions/atmospheric-encounters-2021