Gestkvæmt í TextílLab

Nemendur Listaháskólans á 3. ári í fatahönnun í TextílLab. Þau unnu m.a. með endurnýtingu textíls un…
Nemendur Listaháskólans á 3. ári í fatahönnun í TextílLab. Þau unnu m.a. með endurnýtingu textíls undir leiðsögn Sólveigar Hansdóttur og Berglindar Hlýnsdóttur (til hægri).

Dagana 20. - 24. september 2021 dvöldu nemendur á þriðja ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands á Blönduósi og unnu í Textílmiðstöðinni. Þau fengu kennslu í vefnaði frá hefbundnum til stafræns og unnu með endurnýtingu textíls í TextílLab undir leiðsögn vefara Ragnheiðar B. Þórsdóttur, Sólveigar Hansdóttur og Berglindar Hlýnsdóttur. Var lögð áhersla á það við nemendur að þau hefðu möguleika á að vinna lokaverkefni í samstarfi við Textílmiðstöðina. 

Hópur nemenda á vegum SIT-skólans (School for International Training), samstarfsaðila Háskólasetur Vestfjarða, kom í heimsókn í Textílmiðstöðina og skoðuðu TextílLabið laugardaginn 2. október. Nemendur Myndlistaskólans dvöldu hjá okkur 6. - 10. desember, kennarar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri kíktu í heimsókn þann 8. desember og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum daginn eftir - gaman af því! 

 

  

 Ferðamáladeild Hólar (til vinstri); nemendur frá Myndlistarskólanum.