Gagnagrunnur í vefnaði

Lilja Dögg Alfreðsdóttir opnar hér gagnagrunn í vefnaði þann 25.6.2020. Mynd: Katrín Ólafsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir opnar hér gagnagrunn í vefnaði þann 25.6.2020. Mynd: Katrín Ólafsdóttir.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði á HönnunarMars nýjan stafrænan gagnagrunn okkar í vefnaði. Fór formlega opnunin fram á sýningunni ,,Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð" sem haldin var á vegum Textílmiðstöðvar Íslands í Reykjavík 24 - 28. júní 2020. 

Gagnagrunnur í vefnaði er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi og aðgengileg hér á heimasíðu. Yfirumsjón með innsetningu gagna í gagnagrunninum og jafnframt verkefnisstjóri er Ragnheiður B. Þórsdóttir veflistakona og kennari.

Aðstoðarkonur hennar eru þær Cornelia Theimer Gardella, sem ljósmyndaði öll gögn og sá um þýðingar yfir á ensku og Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir hönnunarnemi, sem hefur unnið við að vefa prufur í TC2 stafrænum vefstól, flokka og raða gögnum og hefur séð um að setja uppskriftir inn á gagnagrunninn.