Fara í efni  

Formleg opnun TextílLabs á Blönduósi

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, i…
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, klipptu í sameiningu á þráðinn þegar TextílLab var opnuð.
TextílLab - verkefni á vegum Textílmiðstöðvarinnar og fyrsta stafræna smiðjan á sínu sviði hér á landi - var opnað við hátíðlega athöfn á Blönduósi og í samstarfi við HönnunarMars þann 21. maí 2021. 
 
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávörpuðu gesti og að klipptu í sameiningu á þráðinn þegar TextílLab var formlega opnuð.

TextílLab er staðsett á Þverbraut 1 á Blönduósi. Opið hús var til kl. 20:00 þar sem hægt var að skoða tækin, s.s. stafræn vefstól, útsaumsvél, nálaþæfingarvél, leiserskera og vínylprenta.

Frábær dagur og þökkum við öllum gestum kærlega fyrir komuna!