Flöff er mætt!

Flöff er fjögurra manna teymi sem sem vinnur með textílúrgang. Undanfarna daga hafa þær Margrét, Sigríður, Ólöf og Sæunn verið að gera tilraunir í TextílLabi, Textílmiðstöðvarinnar. Þær hafa verið að nota kembivélina, hitapressuna og nálaþæfingarvélina til að umbreyta notuðum textíl sem búið er að tæta, í ný efni.

Á Íslandi er um tíu tonnum af textíl hent á hverjum degi, þar af eru um 95% flutt úr landi vegna skorts á lausnum innanlands. Hjá Textílmiðstöðinni er mikil áhersla lögð á að vinna að sjálfbærni og nýsköpun og finna lausnir á því flókna og stóra vandamáli sem felst í gríðarlegu magni af textílúrgangi.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á floff.is og á Instagram!