Erasmus+: ALLURE

Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í Evrópuverkefninu ALLURE sem styrkt er af Erasmus+. ALLURE er nýsköpunarverkefni sem snýr að því að bæta aðgengi að menningarstöðum og -athöfnum til símenntunar. Nú á dögunum kom starfshópur verkefnisins í heimsókn til okkar á Blönduós víðsvegar frá Evrópu; Póllandi, Spáni og Portúgal. 

Hluti verkefnis snýr að því að búa til snjallforrit fyrir menningarstofnanir til að nota sem eykur aðgengi allra að upplýsingum, þar er notast við þróaða tækni í aðgengismálum á borð við staðlaðar táknmyndir, lesblinduletur, texta á bakvið myndir fyrir vefþulu að lesa og margt fleira. Snjallforritið heitir CIMA og hvetjum við menningarstofnanir eða þá sem sinna einhverju viðburðarhaldi að prófa og birta upplýsingarnar á þessu einfalda og aðgengilega formi fyrir alla að lesa.

CIMA snjallforritið má nálgast hér:

http://cima.allureculture.eu/      

https://allureculture.eu/en

Í Textílmiðstöð Íslands fór fram fundarhald ALLURE hópsins þar sem meðal annars var farið yfir snjallforritið CIMA sem og niðurstöður könnunar um framúrskarandi starfshætti svo eitthvað sé nefnt. "

eu funded