Digital Weaving Norway (DWN) er deild innan Tronrud Engineering Moss sem þróar og framleiðir stafræna vefstóla sem kallast Thread Controller 2 (TC2). Þriggja daga ráðstefna var haldin í Sundvollen í Noregi 12.-14. ágúst þar sem fagnað var 30 ára afmæli DWN með því að safna saman listamönnum, fræðimönnum, kennurum og hönnuðum sem vinna með stafræn tækni.
Textílmiðstöðin keypti sinn fyrsta TC2 árið 2016 (nú eigum við tvo!) — og enn erum við eina stofnunin á Íslandi sem á slíkan grip. TC2 er miklu meira en „bara“ vefstóll, og erindin á ráðstefnunni fjölluðu um afar fjölbreytt efni (sjá dagskrá). Frá læknisfræðilegum notkunarmöguleikum til listrænna verkefna þar sem TC2 gegnir lykilhlutverki á ólíkum sviðum.
Til hamingju með 30 ára afmælið, Digital Weaving Norway — og kærar þakkir fyrir okkur!