Centrinno Distributed Consortium Meeting

Centrinno ,,Distributed Consortium Meeting
Centrinno ,,Distributed Consortium Meeting" á Blönduósi, 24.-27. október 2022

Dagana 25-27 október tókum við í Textílmiðstöðinni á móti samstarfsaðilum okkar í Evrópska rannsóknarverkefninu Centrinno. Þetta var hluti af haustfundi í verkefninu og til Blönduóss komu samstarfsaðilarnir frá Barcelona og Genf en jafnframt var fundað á sama tíma í París og Mílanó. Fundinn sóttu einnig fulltrúar verkefnisins frá París og Amsterdam og samstarfsaðilar okkar í Háskóla Íslands. 

Vinnustofan sem var í umsjá Textílmiðstöðvarinnar fjallaði um uppbyggingu Textílmiðstöðvarinnar sem miðstöð sköpunar, vettvangs þar sem fólk deilir þekkingu, kunnáttu og hefur tækifæri til að rannsaka og þróa textíl í víðu samhengi.

Fulltrúar frá sveitarstjórn Húnabyggðar þau Ragnhildur Haraldsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Elín Aradóttir  Edda Brynleifsdóttir, Birgir Þór Haraldsson og þær Katrín Margrét Guðjónsdóttir og Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir frá SSNV ásamt sveitarstjóra Húnabyggðar Pétri Arasyni tóku þátt í vinnustofunni.  Mikil ánægja var með það hjá starfsfólki Textílmiðstöðvarinnar og þótti samstarfsaðilum okkar mikill akkur í því að fá tækifæri til að vinna með heimafólki. Fundurinn og vinnustofurnar voru haldnar í Félagsheimilinu og sá Kristín Ósk Bjarnadóttir um veitingar og ljósmyndun af hópnum í lopapeysum. 

Á dagskrá hópsins var heimsókn í Ullarþvottarstöðina þar sem Guðmann Halldórsson fræddi fólk um starfsemina og íslenska ull. Á Heimilisiðnaðarsafninu tók Elín Sigurðardóttir á móti gestum, gamli bærinn á Blönduósi var skoðaður undir leiðsögn Katharinu Schneider og þær Stína Gísladóttir og Sveinfríður Sigurpálsdóttir sýndu og sögðu frá Vatnsdæla reflinum. Sameiginlegur kvöldverður var  á Brimslóð og á heimleiðinni var komið við í Kidka á Hvammstanga og sýndi Ingibjörg Helgadóttir gestum verksmiðjuna og vinnuferlið við framleiðsluna .

Við kunnum öllum sem lögðu okkur lið bestu þakkir og vonum við að sem flestir hafi haft af því bæði gagn og gaman að sækja okkur heim og taka þátt í vinnustofunni. 

Starfsfólk Textílmiðstöðvarinnar