Aukið samstarf um rannsóknir, nýsköpun og þróun í textíl á Íslandi

Textílmiðstöð Íslands vinnur nú að mótun Textílklasa í samstarfi við SSNV.

Textílmiðstöðin hefur það meginmarkmið vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl.  Fyrsta stafræna textílsmiðjan var opnuð á síðasta ári sem er nauðsynleg stoð fyrir aðila í textíliðnaði. Textílmiðstöðin er þátttakandi í ýmsum samstarfsverkefni á borð við Horizon2020 í verkefninu CENTRINNO og lausnamótið Ullarþon. 

Textílklasi er formlegt samstarf sem fylgir ákveðnu utanumhaldi þar sem eftirfarandi forsendur þurfa að vera til staðar:

  • Með klasasamstarfinu verður skapað vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Góðu klasasamstarfi fylgir ákveðinn kraftur sem hraðar ferlum og þróun sem annars tæki lengri tíma að ná fram.
  • Nægilega stór hópur hagaðila sem er tilbúin að vinna saman að ákveðnum verkefnum.

  • Markmið samstarfssins þurfa að vera og skýr og sá árangur sem stefnt er að í sameiningu sem er þá stærri og meiri en hver og einn gerir í sínu horni. 

  • Fjármögnun vettvangsins

  • Rekstrarform sem getur bæði verið hagnaðardrifið eða ekki; það þarf að að vera ákveðið tekjumódel sem drífur klasa framtakið áfram 

  • Það þarf að vera ávinningur fyrir þá klasaaðila sem ákveða að mynda vettvanginn. Það virði getur komið í gegnum aukna þekkingu, meiri hæfni, sterkara tengslanet, aukna möguleika á fjárfestingu og aukna hæfni til að stunda nýsköpun hvort sem það er innan starfandi fyrirtækja eða með því að fjárfesta í nýjum verkefnum eða fyrirtækjum. 

Boðað er til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa þann 27. janúar  kl. 13:00-16:00 og fer hann fram á netinu. Skráningarform er að finna hér: https://forms.gle/LHx1qEPuyQmr2oSL7 

Verkefnið er styrkt af Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni.