Ársfundur Tracks4Crafts var haldinn í Politecnico di Milano í Mílanó á Ítalíu dagana 9.–11. september, 2025.
Í verkefninu sem er styrkt af Horizon Europe er markmiðið að rannsaka hefðbundna handverks þekkingu og tengja saman menningararfinn og stafrænar aðferðir. ,,Pilot cases" í verkefninu eru Textílmiðstöð Íslands, Artex Artigianato í Flórens, On’lfait í Genf, Semne Cusute í Rúmeníu, Silkiminjasafninu í Soufli og Bokrijk Open Air Museum í Belgíu. Það er Háskólinn í Anwerpen sem leiðir verkefnið og rannsóknar þáttur verkefnissins er unnin í samstarfi við, Paris Sorbonne, the Latvian Academy of Culture, and the World Crafts Council Europe.
Á fundinum í Mílanó hittumst við samstarfsaðila verkefnisins, tókum þátt í vinnustofum og fengum kynningu á aðstöðunni á Campus Bovisa.
Politecnico di Milano er þekkt fyrir frábæra aðstöðu, rannsóknir, kennslu og nýsköpun þvert á arkitektúr, vöruhönnun, verkfræði og stafræna framleiðslu. Efnisprufusafn ("Materials Library") þeirra er sérstaklega áhugavert!