Ágætis Ársbyrjun

Árið byrjar hjá okkur með fullu húsi og við bjóðum velkomnar í Ós Textíllistamiðstöð; Alice, Hannah, Jane, Julie, Megan, Sarah, Uisce. Hjá okkur dvelja einnig nemar frá KP Háskólanum í Kaupmannahöfn; Nanna, Sarah, Ida, Frederikke og Ann!

Þær eru hér á myndinni með þremur af Textíl Akademíunni (Louise, Emmu og Alberte) á hinu mánaðarlega Listamannaspjalli sem Ragga okkar textíl og vefnaðarsérfræðingur hefur umsjón með og var haldinn í þetta skipti í TextílLabinu.