Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. - 29. mars nk.
Ullarþon er nýsköpun- og hugmyndasamkeppni þar sem íslenska ullin er í fyrirrúmi. Í Ullarþoninu er verið að einblína á ákveðið verkefni í stuttan tíma og finna leiðir til að uppfylla markmið þonsins. Hópum jafnt sem einstaklingum gefst kostur á að taka þátt! Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
2. Blöndun annarra hráefna við ull
3. Ný afurð
4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki
Skráning hefst 1. mars hér.
Fleiri upplýsingar má finna hér á heimasíðu og Facebook:
https://www.facebook.com/ullarthon