SAMAN VIÐ SITJUM OG SAUMUM INNI Í STÓRU HÚSI: Saumavinnustofu

SAMAN VIÐ SITJUM OG SAUMUM INNI Í STÓRU HÚSI ...
 
Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík?
Textílmiðstöðin í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum býður til vinnustofu:
⏰ 19. nóvember kl. 16 – 19
📍 Félagsheimilið Blönduósi
Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli. Við bjóðum alla sem geta að mæta með saumavél, skæri, tvinna o.fl. og flíkur til að vinna með. Kostar ekkert : )
 
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!