Verkefni í vinnslu

Tracks4Crafts 2023 - 2026: Samstarfsverkefni sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins. Heildarstyrk til Textílmiðstöðvarinnar er 32.000.000 milljónir. Að verkefninu standa 16 stofnanir, þar að meðal University of Antwerpen, University Paris I Panthéon-Sorbonne, Association of European Open Air Museums og World Crafts Council Europe. Verkefnið snýst um að þróa nýjar viðskiptahugmyndir með frumkvöðlum og tengja saman menningararfinn og stafrænar aðferðir. Vegna þess að þegar hefur verið unnið mjög vel heppnað hagnýtt rannsóknarverkefni í vefnaði hjá okkur (þar sem áherslan var einmitt á að tengja saman menningararfinn og stafræna tækni) var ákveðið að þáttur Textílmiðstöðvarinnar í rannsóknarþætti verkefnissins snéri að prjóni og útsaumi. Kick-Off fundur verður haldinn í Antwerpen í lok mars 2023. 

   

CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Það er ætlað til þriggja og hálfs árs. Að verkefninu standa 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kauphannahöfn, FabLab ZagrebTallinn University of Technology og WeMake í Mílan. Stefnt er að því að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta. (Sjá nánari upplýsingar hér og til hægri.) 

Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. Nú þegar hafa verið fest kaup á nýjum stafrænum vefstól, þæfingarvél, stafrænni prjónavél, laserskera, stafræn útsaumsvél og ýmsum fleiri tækjum. TextílLab á Blönduósi var formlega opnuð þann 21. maí 2021 í tengslum við HönnunarMars 2021. Myndband "Blönduós Pilot" má sjá hér. 

Alþjóðlegt samstarfsverkefni og uppbygging textíls á Blönduósi |  Textílmiðstöð Íslands

Fjólublár 2022: Verkefnið Fjólublár er hafið hjá Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við Biopol á Skagaströnd og Ístex. Markmiðið er að skapa sjálfbært litunarferli fyrir íslenska ull og einblínir á fjólubláa litarefnisframleiðslu frá bakteríunni Janthinobacterium lividum. Rannsóknir verkefnisins leita eftir því að betrumbæta aðstæður fyrir bakteríuna til að gefa af sér kraftmikinn lit með því að nota ýmis úrgangsefni sem grunn eða miðil fyrir bakteríurnar til að vaxa, og tryggja umhverfislega sjálfbæra framleiðslu litarefnis fyrir textíllitun. Verkefni hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði SSNV 2023. 
 

,,Fiber Focus" 2023“Wool as a shared Cultural heritage and Art”. Sommerakademiet og Textílmiðstöð Íslands hlutu styrk fyrir verkefnið “Fiber Focus” frá Kulturdirektoratet Norsk-islandsk kultursammarbejd. Síðan frá landnámi hafa bæði íbúar Noregs og Íslands verið bundin sterkum böndum. Sauðfé og ull er meðal annars þess sem löndin eiga sameiginlegt. Í verkefninu ,,Fiber Focus” verður unnið að því að kynnast því sem er sameiginlegt á sviði verkþekkingar í textíl og sögu landanna og deila þekkingu. Áherslan sett á ull og tæknilega úrvinnslu aðferðir á ullinni og miðla sameiginlegum sögum, þróa hönnun og skipuleggja námskeið í hvernig maður nýtir ullina í dag í báðum löndum. Verkefnið byrjar í lok mars 2023 með því að lista/handverksfólk og fræðimenn koma frá Noregi og deila kunnáttu sinni. Í september 2023 munu síðan lista/handverksfólk og fræðimenn frá Íslandi fara til Noregs. 

„Uppbygging TextílLabs og -Klasa á Norðurlandi vestra“ 2021 - : Textílmiðstöð Íslands hlaut styrk úr Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni til verkefnisins í samstarfi við SSNV, BioPol á Skagaströnd, FabLab Sauðárkróki og Ístex árið 2021. Tilgangur klasasamstarfsins að skapa öflugt vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Boðað er til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa í janúar 2022. 

Mótun textílklasa hafin á Íslandi | HANDVERK OG HÖNNUN

,,Wool in the North“ 2021 - 2023: Textílmiðstöðin leiðir NORA verkefnið ,,Wool in the North" sem er samstarfsverkefni við Færeyjar (Búnaðarstovan Faroe Islands), Grænland (Innovation South Greenland), Noreg (Sommerakademiet) og Skotland um ferðamennsku tengda ull og allt sem henni viðkemur. Markmið verkefnisins er að þróa sjálfbæra ullar- og textílferðamennsku í þátttökulöndunum og auka með þeim hætti verðmæti ullar. NORA veitti verkefninu fullan styrk árið 2021 og svo aftur árið 2022. Árið 2021 fór í það að setja upp og gera tillögur að ferðapökkum í löndunum fjórum og í því sambandi að safna í gagnagrunn og kortleggja hagaðila tengda ull sem tekið gætu þátt og nytu góðs af verkefninu sem slíku. 2022 hittist hópurinn í Noregi, á Grænlandi og í Færeyjum. Ferðir eiga að byggjast á þekkingarmiðlun og fræðslu um allt sem viðkemur ull, ullarbúskap, ullarvinnslu, handverk, listsköpun úr ull, sögum tengdum ull o.s.frv. Þær eru settar upp í anda ,,slow tourism” og lögð áhersla á að gestir kynnist heimafólki og nærsamfélaginu í gegnum ullina. Myndband um verkefnið má sjá hér. 

WOOL IN THE NORTH (a NORA project) - YouTube

,,ALLURE”: Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í Evrópuverkefninu ALLURE sem styrkt er af Erasmus+. ALLURE er nýsköpunarverkefni sem snýr að því að bæta aðgengi að menningarstöðum og -athöfnum til símenntunar. Í byrjun september 2022 kom starfshópur verkefnisins í heimsókn til okkar á Blönduós víðsvegar frá Evrópu; Póllandi, Spáni og Portúgal. Hluti verkefnis snýr að því að búa til snjallforrit fyrir menningarstofnanir til að nota sem eykur aðgengi allra að upplýsingum, þar er notast við þróaða tækni í aðgengismálum á borð við staðlaðar táknmyndir, lesblinduletur, texta á bakvið myndir fyrir vefþulu að lesa og margt fleira. Snjallforritið heitir CIMA og hvetjum við menningarstofnanir eða þá sem sinna einhverju viðburðarhaldi að prófa og birta upplýsingarnar á þessu einfalda og aðgengilega formi fyrir alla að lesa. CIMA snjallforritið má nálgast hér: http://cima.allureculture.eu/  

 Inicio     eu funded