Verkefni í vinnslu

CENTRINNO - Europe Horizon 2020. Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi tók þátt í umsókn á stóru Evrópuverkefni; CENTRINNO undir áætluninni, Horizon 20/20, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur nú hlótið styrk og er ætlað til þriggja og hálfs árs. Verkefnið snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni. Samstarfsborgir Blönduóss í verkefninu eru París, Barcelona, Kaupmannahöfn, Zagreb, Tallinn, Genf, Amsterdam og Mílanó. 

Verkefnið á Íslandi hefur þá sérstöðu að það nær til landsins alls. Í verkefninu er mikil áhersla á að nýta möguleika stafrænnar tæki og að efla kunnáttu í að nýta stafræna tækni til framleiðslu. Stefnt er að frekari eflingu Textílmiðstöðvar Íslands sem blómlegri miðstöð þar sem sérfræðingar, hönnuðir, handverks- og listafólk og kennarar á textílsviði geta fengið aðgang að nútímalegri aðstöðu til rannsókna, þróunar og kennslu. Skapar styrkurinn því einstakt tækifæri til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á sviði textíl á landsvísu. Textílmiðstöð hlaut einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís á árinu vegna verkefnisins, ,,Textíll í takt við tímann - Uppbygging innviða til rannsókna á textíl". 

Prjónagleði - Icelandic Knit Fest, 11. - 13. júní 2021. Prjónagleðin er árleg prjónahátið sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku.