Verkefni í vinnslu

CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Það er ætlað til þriggja og hálfs árs. Að verkefninu standa 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kauphannahöfn, FabLab ZagrebTallinn University of Technology og WeMake í Mílan. Stefnt er að því að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta. (Sjá nánari upplýsingar hér til hægri.) 

Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. Nú þegar hafa verið fest kaup á nýjum stafrænum vefstól, þæfingarvél, stafrænni prjónavél, laserskera, stafræn útsaumsvél og ýmsum fleiri tækjum. TextílLab á Blönduósi var formlega opnuð þann 21. maí 2021 í tengslum við HönnunarMars 2021. 

„Uppbygging TextílLabs og -Klasa á Norðurlandi vestra“: Textílmiðstöð Íslands hlaut styrk úr Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni til verkefnisins í samstarfi við SSNV, BioPol á Skagaströnd, FabLab Sauðárkróki og Ístex árið 2021. Tilgangur klasasamstarfsins að skapa öflugt vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Boðað er til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa í janúar 2022. Styrkurinn til verkefnisins er €61.000 / 9.000.000.-

,,Wool Walks and Workshops“: samstarfsverkefni við Sommer Akademiet í Noregi styrkt af Norræna Atlantssamstarfið (NORA). Verkefnið hlaut hámarksstyrk, 500.000 dkr eða 10.530.000.-

,,ALLURE”: Erasmus + samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu í tengslum við hönnun og textíl; menntamálaráðuneyti Galísíu á Spáni leiðir í samstarfi við stofnanir í Portúgal og Póllandi. Styrkurinn til Textílmiðstöðvarinnar er €74.000 / 11.606.900.-

Prjónagleði 2022: Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið á Blönduósi síðan 2016. Hún er haldin aðra helgina í júní árlega og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. 

,,Sól í sveit”: Styrkur til Húnavatnshrepps vegna uppbyggingar á textíltengdri ferðaþjónustu á Húnavöllum unnið í samstarfi við Textílmiðstöðina, styrkt af Sóknaráætlun landshlutasamtakanna.

Nordic-Baltic Scholarships, 2019 - 2022. Textíllistamiðstöð hlaut styrk frá Nordic Baltic Mobility Program (Nordic Culture Point), samtals €34.000 / 5.508.000.- sem gerir okkur kleift að bjóða 6 listamönnum frá Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum í textíllistamiðstöð. Josefin Tingvall og Petter Hellsing frá Sviðþjóð hlutu styrk til tveggja mánaða árið 2019; Kärt Ojavee frá Eistlandi og Søren Krag frá Danmörku 2020/21.