Textílbókverk - sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

Við sumaropnun Heimilisiðnaðarsafnsins, staðsett við hliðina á Kvennaskólanum á Blönduósi, er alltaf boðið upp á nýja sérsýningu. Í þetta sinn eru það Arkir bókverkahópur, 11 íslenskar listakonur sem standa að sýningunni ,,Spor - Textílbókverk" í safninu. Cornelia Theimer Gardella (Þýskaland), Anne Greenwood (USA) og Catherine Ferland (Kanada) eiga einnig verk á sýningunni, en þær eiga það sameiginlegt að hafa dvalið hjá okkur í Textílmiðstöðinni. 

Listakonurnar nýta sér tækni og aðferðir textíllista við bókaverkagerð og sameina þannig myndlist, hönnun og handverk.

Sýningin er opin á opnunartíma Heimilisiðnaðarsafnsins: alla daga frá kl. 10:00-17:00 fram til 31. ágúst og eftir það er opnað fyrir hópa eftir samkomulagi.

 

 

Ljósmynd: Sumarsýning í Heimilisiðnaðarsafninu.