100% ull - sýning í Hönnunarsafni Íslands

Ull er klassískur, náttúrulegur efniviður með óendanlega möguleika. Á sýningunni í Hönnunarsafni Íslands getur að líta dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag.

Þátttakendur sýningarinnar koma frá ólíkum sviðum hönnunar og handverks en eiga það sameiginlegt að vinna af hugvitssemi með íslensku ullina í sínum afurðum. Þátttakendurnir eru: Ásthildur Magnúsdóttir, vefari; Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður; verslunin Kormákur & Skjöldur; fyrirtækið Kula by Bryndís, sem sérhæfir sig í hljóðvistarlausnum; samstarfsverkefnið Ró, sem framleiðir meðal annars dýnur og ullarvinnslufyrirtækið Ístex.

Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember.

Sjá nánar: www.honnunarsafn.is

Leiðsögn um sýninguna á Vimeo

 

                                                                                      Ljósmynd: Hönnunarsafn Íslands.