Önnur aðstaða og tæki

Ull og ullarvinnsla
Íslenska ullin er þekkt um allan heim og auðvelt er að finna hana hér. Í verslunum á Blönduósi er hægt að finna gott úrval af ullargarni. Á Blönduósi er einnig eina ullarþvottastöð landsins en hún er rekin af Ístex. Hingað kemur öll ull bænda til þvotta áður en hún fer suður í Ístex í spuna. Þvottatíminn er venjulega frá byrjun nóvember til loka maí. Listamenn eru velkomnir að heimsækja ullarþvottastöðina þegar á þvottatíma stendur. Listamönnum býðst líka tækifæri til að heimsækja sauðfjárbændur þegar tækifæri gefst hjá bændum til að taka á móti fólki. Báðar þessar heimsóknir verða þó að vera í samráði við starfsmenn Textílmiðstöðvarinnar.

 

 Lömb

 Vorlömb á Norðurlandi vestra. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson.