Halla Ármannsdóttir

Halla Ármannsdóttir prjónahönnuður var sú fyrsta til að nota Kniterate, stafrænu prjónavélina, til að vinna hönnun á trefli sem sýnt var á Hönnunarmars 2023:

"Halla Armanns sýnir einstaka íslenska prjónahönnun þar sem flókið vélprjón og einstakt handverk mætast með það að markmiði að efla, þróa og nútímavæða prjónahandverk, samhliða því að styrkaj islenskar prjónahefðir. Halla hefur prjónað fyrir sjálfa sig og aðra frá því að hún man eftir sér. Það má segja að prjónið sé henni í blóð borið enda segist hún hafa fengið prjónið í vöggugjöf frá móður sinni. Það var því eðlilegt skref fyrir hana að gera prjónið að framtíðarstarfi. Hún lagði stund á tísku textíl-prjónahönnun við London College of Fashion og útskrifaðist með láði árið 2021.

Í þessari sýningu kannar Halla möguleika prjóns og hvernig það getur teygt sig út fyrir rammann á óhefðbundinn hátt með því að samtvinna vél og hönd. Hún útfærir hefðbundnar handverksaðferðir – prjón, hekl og útsaum og vinnur það lengra til þess að skapa einstakar (sérprjónaðar) flíkur og verk með tækni sem hún hefur þróað síðastliðin tvö ár. Á sýningunni er þróunarferlið kynnt ásamt prufum, teikningum og lokaverkum."

Hönnunarmars vefsíða: https://honnunarmars.is/dagskra/2023/leyndirskuggar

Vefsíðar Hönnuðar: https://www.hallaarmanns.com

Instagram: https://www.instagram.com/hallaarmanns/?hl=en

Mynd: Halla Armanns  Mynd: Halla Armanns  Mynd: Halla Armanns

Ljósmyndir: Halla Armanns