Sögusetrið 1238

Textílslóðin leiðir okkur á Sauðárkrók þar sem við heimsækjum Sögusetrið 1238. Í sama húsnæði er veitinga- og kaffihúsiði Grána Bistró. Þar eru reglulega haldnir prjónaviðburðir og hljómar heimsókn þangað eins og hinn fullkominn dagur!

1238 Baráttan um Ísland er sögusýning þar sem saga Íslands á Sturlungaöld, 1220-1262. Saga Sturlungaaldar fjallar um það hvernig barátta um auð og völd sundraði íslensku þjóðinni og varð til þess að Íslendingar misstu sjálfstæði sitt. Sýningin 1238 Baráttan um Ísland er að stórum hluta gagnvirk sýndarveruleikasýning, þar se nýjasta tækni og miðlunarmöguleikar eru notaðir til að miðla 800ára gamalli sögu til nútímafólks.

Á sama stað er að finna Upplýsingamiðstöð ferðamanna, veitingastaðinn Gránu Bistró og gjafavöru- og minjagripaverslunina Gránubúð.

Í Gránubúð er að finna fallegar og vandaðar vörur, bæði til gjafa og minja. Í búðinni er m.a. að finna garn frá Hilmu hönnun og handverk, sem og Vatnses Yarn.

Á Grána Bistró er boðið uppá ferskan og hollan mat úr skagfirsku hráefni og þar geta bæði grænkerar jafnt sem sælkerar notið þess að borða í notalegu andrúmslofti. Kökurnar eru settar saman á staðnum af ást og alúð og kaffið svíkur engan. Alla laugardaga, frá kl 10-12 er haldið prjónakaffi á Gránu Bistró, þar sem prjónafólk á öllum aldri hittist með handavinnuna yfir góðum kaffibolla, skrafar saman um sameiginlegt áhugamál og fær innblástur í góðum félagsskap.