Rúnalist gallerí

Á Textílslóð í dag hittum við Sigrúnu Helgu. Sigrún er bóndi og rekur lika Rúnalist (www.runalist.is) - sem er gallerí og handverksverslun á bænum Stórhóll. 

1. Hver ertu, og hvað gerir þú?

Ég heiti Sigrún Helga Indriðadóttir, er garðyrkjufræðingur að mennt, handverkskona, bóndi og móðir. Ég er heimavinnandi, sé um býlið og á lítið gallerí Rúnalist, þar sem ég býð til sölu handverk og matvöru Beint fá Býli (ærkjöt, lambakjöt, kiðlingakjöt, geitakjöt andaregg og fleira).

2. Hvernig kviknaði áhuginn á því að vinna með textíl? 

Áhugi á handavinnu er mér í blóð borið, en hefur með árunum og fjölda námskeiða þróast og í dag finnst mér mjög skemmtilegt að vinna úr mínu eigin hráefni, hráefni sem kemur frá býlinu s.s. ull, skinnum- leðri af sauðfé, kasmír og stökum af geitunum, hornum og beinum er sjaldnast hent. Að nýta hraéfni sem oftar en ekki lendir í ruslinu, t.d. laukhýði til litynar og pappírsgerðar og hraefni sem vex við húsvegginn t.d. rabbabari, haugarfi og fleira til litunar eða til að leggja sér til munns, er dásamlega gaman. Að skapa, gera hlutina að sínum eingin með því að teikna upp sitt munstur, lita ullina eða setja saman sína eign litasamsetningu er eitthvað sem gefur lífinu tilgang, eiga eða skapa eitthvað sem er öðruvísi. Nátturulegt hráefni er svo mikill fjársjóður, og að viðhalda kunnáttu forfeðranna t.d. með því að kunna og kenna tóvinnu er mjög gefandi.

3. Hvers vegna prjónar þú?

það er róandi, og þar fæ ég útrás fyrir sköpunarþörf mína, prjón eru frábærar og vel metnar gjafir, og að prjóna nýtir tímann betur. Það er einnig gott að klæðast prjóni og þegar maður prjonar sjálfur geturðu hvaft flíkina eins og þú vilt, þitt lag og þínir litir.

4. Hvað ertu að prjóna núna?

Það heru ýmislegt verið á prjónunum fá áramótum, vettlingar, húfur, púðar, handstúkur, gróf sjöl, peysur á barnabarnið og ullarsokkar fyrir heimilisfólkið.

 

Mynd frá Prjónagleði - Iceland Knit Fest.  Mynd frá Prjónagleði - Iceland Knit Fest.  Mynd frá Prjónagleði - Iceland Knit Fest.