Textílslóð á Norðurlandi vestra

Vissir þú að á Norðurlandi vestra er rík hefð fyrir handverki og textíl? Hér hefjum við förina um stafræna Textílslóð Norðurlands vestra.

Á Textílslóð kynnumst við einstaklingum og fyrirtækjum í landshlutanum sem vinna með ull og textíl og koma handverkssögu okkar á framfæri. Úr þessu verður svo stafrænt kort sem þið getið nýtt ykkur á næstu ferð um landshlutann og svo munum við birta viðtöl og hlekki á Facebook Prjónagleðarinnar svo þið getið kynnst fólkinu á Textílslóðinni okkar aðeins betur. Góða skemmtun : )