Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Í dag á ferð okkar um stafræna textílslóð Norðurlands vestra komum við í Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sem staðsett er við Reykjaskóla í Hrútafirði.

Þetta yndislega byggðasafn er með frábærar og velsamsettar sýningar á mörgum spennandi munum sem segja sögu fólksins á svæðinu, lifnaðarháttum þeirra og menningu. Í safninu er hægt að líta við í torfbæ, sjá hákarlaveiðiskip og dásamlegar hannyrðir og textíl. Á einni sýningu í safninu er sagt frá Rannveigu H. Líndal (1883-1955) sem ferðaðist mjög víða og átti mjög viðburðarríkt og fremur óhefðbundnu lífi.  líf. Rannveig var kennari í Kvennaskólanum að Staðarfelli og Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem Textílmiðstöð Íslands er til húsa. Það er sannarlega þess virði að líta við á safninu til að sjá inn í líf og sögu þeirra sem bjuggu hér um slóðir.