Prjónasamkeppni 2020

Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni 2020 þar til 11. - 13. júní 2021, vegna Covid-19 faraldursins. Til að viðhalda sköpunar- og prjónagleðinni á meðan á faraldrinum stendur, munum við halda samkeppnina þrátt fyrir að ekki verði af sjálfri Prjónagleðinni 2020.

Verkefnið er: Höfuðfat. Þema: Blanda.

Samkeppnin fer þannig fram að þátttakendur senda okkur myndir og upplýsingar um höfuðfatið sem við síðan birtum á Facebook-síðu Prjónagleðinnar. Gestir síðunnar kjósa sitt uppáhalds höfuðfat í framhaldin og þeir vinna sem fá flest stig. Ekki verða birt nöfn hönnuða fyrr en við tilkynningu á vinningshöfum!

Forsendur/verklýsing:

  • Fullbúið höfuðfat og frágengið. Má vera hvort sem er á barn eða fullorðinn.
  • Ný hönnun/mynstur. Óheimilt að nota þegar útgefin prjónamynstur.
  • Höfuðfatið þarf að vera prjónað en þó mega kantar og skraut vera með annari tækni.
  • Prjónaðar úr íslenskri ull sem unnin er á Íslandi.

Senda 3-4 myndir í skilaboð á Facebókarsíðu Prjónagleðinnar; Prjónagleði Icelandic Knit Fest eða á netfangið johanna@textilmidstod.is

Myndirnar skulu þær sýna allt höfuðfatið og nákvæmari útfærslur. Með skilaboðunum þarf að koma fram

  • Nafn, heimilisfang og símanúmer
  • Lausleg uppskrift ásamt lýsingu á aðferð og upplýsingum um tegund

Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og horft til frumlegustu og bestu útfærslunnar. Eftirfarandi fyrirtæki ætla að leggja okkur lið og gefa glæsileg verðlaun: Ístex, Ísgel, Vilkó, Kidka.

Samkeppnin stendur yfir þar til 10. júní en tilkynningu um verðlaunahafa verður birt laugardaginn, 13. júní 2020 á Facebooksíðu Prjónagleðinnar!