Opið hús

Eftirtaldir listamenn á Norðurlandi vestra eru að bjóða upp á opið hus í tilefni Prjónagleðarinnar á mánudaginn og þriðjudaginn (10. & 11. júní 2019):

 

NES Listamiðstöð, Skagaströnd. Opið hús og heitt á könnunni á þriðjudaginn, 11. júní, kl. 14.00-16.00

Rúnalist Stórhóli - Skagafirði. Vörur úr náttúrulegum hráefnum. Ungbarnaskór úr smálambaskinni, myndverk, töskur, hárskraut og barmnælur úr íslenskri ull og sauðleðri, ásamt ullarminjagripum og nytjamunum úr heimaspunninni ull eru einnig í öndvegi. Geitastökur og dásamlegt garn úr kasmír af geitunum á bænum. Opið hús kl. 13-18. 

Hilma - hönnun og handverk verður með opið hús á vinnustofu sinni í Gamla Pósthúsinu á Sauðárkróki mánudaginn 10. júní frá kl. 13-17. Gengið verður inn að austan og út að vestan. Vinnuaðstaðan og afurðir verða til sýnis og einnig verður frumsýning á nýju prjónabandi sem er að koma á markað. Hægt verður að kaupa hnykkla af prufubandinu. Léttar veitingar í boði - allir velkomnir!

Sveitaverslunin á Hólabaki, við þjóðveg nr. 1, 22 km vestan við Blönduós. Boðið upp á fjölbreyttar vefnaðar og gjafavörur fyrir heimilið.  Á mánudaginn 10. maí og þriðjudaginn 11. maí verður opið frá 10-17. Sjá Lagður og Tundra.

Listakot Dóru í Vatnsdalnum. Íslenskur listiðnaður og handverk. Í tengslum við Prjónagleði Iceland Knit Fest verður Listakot Dóru með aukaopnum. Dagarnir 10 og 11 júní verður opið frá klukkan 13.00 til 18.00. Leikurinn Hólahopp. Þátttakendur fara upp á 5 sérvalda hóla og taka smáhlut sem verður þar og afhenda í vinnustofunni, Að launum fær þáttakandin mynd af sér á Facebook. Þeir sem DEILA viðburðinum lenda í pott þar sem 5 vinningshafar fá verðlaun. Handunnið kort eftir listamannin Dóra Sigurðardóttur af Vatnsdalshólum.

Handverkshúsið Bardúsa á Hvammstanga. Bardúsa er rekið í gömlu pakkhúsi við höfnina á Hvammstanga og þar er einnig að finna verslunarminjar frá krambúð Sigurðar Davíðssonar. Opið kl. 12 - 17. 

Handbendi Brúðuleikhús á Hvammstanga. Handbendi Brúðuleikhús mun opna dyr vinnustofu sinnar fyrir gestum þann 10. júní milli kl. 14 - 17. Komdu við og kíktu á nokkrar brúður úr gömlum og nýjum sýningum og spjallaðu við brúðumeistarann Gretu Clough um störf hennar, brúðuleikhúsið og sýningar framundan. Ef heppnin er með þér gætirðu fengið að reyna þig á brúðustjórn! Allir aldurshópar velkomnir.

Handbendi Brúðuleikhús hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna og hefur aðsetur sitt á Hvammstanga (Höfðabraut 21). Það er stofnað af Gretu Clough, fyrrum listamanni hússins í hinu fræga Little Angel brúðuleikhúsi í Lundúnum, Handbendi skapar sýningar fyrir alla aldursflokka sem fara í leikferðir innanlands og utan. 
 
 

 

Með fyrirvara um viðbætur :)