Ýr Jóhannsdóttir

Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textílhönnun frá Glasgow School of Art vorið 2017. Frá útskrift hefur Ýr unnið að ýmsum textílverkefnum, samsýningum og sviðsverkum hérlendis og erlendis. Þá ber helst að nefna vélprjóna verkefnið “Þættir” sem Ýr bjó til úr lokaverkefni sínu úr náminu og hefur ferðast með og þróað í listamannaíbúðum í Þýskalandi og Íslandi. Verkefnið stendur til sýnis ásamt opinni vinnustofu í Textile Art Center á Manhattan í Febrúar 2019 og er styrkt af listamannalaunum og hönnunarsjóði. Auk þess hefur Ýr unnið að því að þróa ,,up-cycle” verkefnið sitt þar sem hún gefur gömlum peysum nýtt líf, en fólk á borð við Miley Cyrus og Erykah Badu hafa tryggt sér eintak af slíkum peysum. Til að miðla peysunum til fleiri einstaklinga varð til uppskriftarbæklingur og námskeið til að gefa fólki hugmyndir og hvatningu til að spreyta sig sjálft á að gefa gömlu peysunum sínum nýtt líf. Frekari upplýsingar má finna á www.yrurari.com.

// 

Ýr Jóhannsdóttir graduated with a BA in textile design from the Glasgow School of Art in spring 2017. Since graduation, Ýr has participated in various textile projects, group exhibitions, and stage performances both in Iceland and abroad. For her machine knitting project “Þættir”, that evolved from her final project at school, Ýr has stayed in residencies in Germany and Iceland to research this technique made on an analogue home-knitting machine. The project will be shown in the store window of the Textile Arts Center in Manhattan, New York, as part of “wip” residency in February 2019 and is funded by Iceland’s artist salary (Listamannalán) and the Iceland Design Fund .

Ýr has also worked on expanding her “up-cycle” project, where she gives old jumpers new life with new, hand-knitted additions. World-famous musicians Erykah Badu and Miley Cyrus own up-cycled sweaters by Ýrúrarí. Ýr is now working on pattern books and a workshop to share her ideas and techniques on up-cycling. More info on www.yrurari.com. 
 
Ýr Jóhannsdóttir