- Um okkur
- Þekkingarsetur
- Textíllistamiðstöð
- Prjónagleði
- Vefnaður
Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textílhönnun frá Glasgow School of Art 2017 og stundar nú nám í Listkennsludeild LHÍ. Ýr hefur á ferli sínum unnið að ýmsum textílverkefnum, samsýningum og sviðsverkum hérlendis og erlendis. Frá 2012 hefur Ýr hannað peysur undir listamannanafninu Ýrúrarí og undanfarin ár hafa verkin þróast yfir í endurvinnsluverkefni á notuðum peysum. Í samstarfi við fatasöfnun Rauða kross Íslands hefur Ýr endurunnið peysur sem orðið hafa fyrir hnjaski í fyrra lífi og henta ekki í sölu í Rauða kross búðirnar. Endurunnu peysur Ýrar hafa hlotið töluverða athygli hérlendir sem og erlendis og hafa sem dæmi verið seldar til listamanna á borð við Miley Cyrus og Erykah Badu. Til að miðla peysunum til fleiri einstaklinga varð til uppskriftarbæklingur og námskeið til að gefa fólki hugmyndir og hvatningu til að spreyta sig sjálft á að gefa gömlu peysunum sínum nýtt líf. Ýr hefur kennt endurvinnslu námskeiðin í Textile Arts Center í New York, Handverksskólanum í Skals, Nordic museum í Seattle og í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Fylgist með nýjum verkefnum hér: www.instagram.com/yrurari og yrurari.com