Védís Jónsdóttir

Védís Jónsdóttir hefur verið aðalhönnuður hjá Ístex um árabil. Eftir hana liggja ótal uppskriftir þar sem íslenska ullin nýtur sín til fullnustu, enda hafa litasamsetningar hennar og hönnun átt óumdeildan þátt í vinsældum íslensku lopapeysunnar á síðustu árum.

Á Prjónagleði 2021 mun flytja fyrirlesturinn ,,Riddarasaga" þar sem hún segir frá hönnunarferlinu sem á sér stað þegar nýjir litir og nýjar flíkur úr íslenskri ull verða til. Einnig segir hún sögur af skúlptúrprjóni, vefnaði og skapandi textílvinnu.