Þyrey Hlífarsdóttir

Þyrey Hlífarsdóttir er skagfirskur textílkennari í Varmahlíðarskóla. Hún leggur áherslu á endurnýtingu og sjálfbærni sem hún fléttar inn í kennsluna á fjölbreyttan hátt. Handverk, hönnun og textílvinna er hennar helsta áhugamál. 

Þyrey er svo heppin að hafa marga í kring um sig sem búa yfir fjölbreyttri þekkingu og færni á sviði handverks og textílaðferða og hefur aukið við sína þekkingu með því að læra af þessu fólki, sem og að sækja fjölbreytt námskeið. Á Prjónagleði 2021 mun hún kenna á tveimur námskeiðum, ,,Jurtalitun" og ,,Hælar með stæl".