Þórdís Halla Sigmarsdóttir

Þórdís er áhugakona um allt handverk, hefur farið á fjölda námskeiða því tengdu og sjálf staðið fyrir ýmsu námskeiðahaldi. Hún hefur tekið þátt í sýningum á vegum Handverks- og hönnunar og Gerðubergs. Undir vörumerkinu KúMen hefur hún hannað og handgert hluti úr horni- og beinum síðan 2009. Þórdís er menntaður smíðakennari og hefur kennt í grunnskóla í Kópavogi í 19 ár. Hún er með MA gráðu í Umhverfis- og náttúrusiðfræði frá HÍ.