Linda Björk Eiríksdóttir

Linda Björk Eiríksdóttir, einnig þekkt sem BarbaKnit, er prjónakona sem starfar með litríka prjónahönnuðinum Stephen West.

Linda hefur komið víða við í prjónaveröldinni og veit fátt notalegra en að eyða löngum tíma á kaffihúsi með prjónana í höndunum, gott kaffi í bollanum og góða prjónavini í kringum sig. Uppáhalds liturinn hennar er gulur, og innblástur sækir hún í náttúruna, tónlist, götulistir og fólkið sitt. Uppáhaldshráefnið hennar eru afgangar og blandar hún óhikað saman garntegundum, litum og efni og býr til eitthvað fallegt eins og sokka, sjöl, peysur og teppi.   

Á fyrirlestrinum ,,Ég og Stephen West" fer hún í söguna þeirra, hvernig þau kynntust, í hverju starfið hennar felst, hvað það er að vera prufuprjónari, hvað þau gera þegar þau eyða mörgum vikum saman, hvaða íslensku orð Stephen kann að segja og fleira.