Katrín Helga Andrésdóttir

Katrín lærði snemma að spinna og prjóna og móðir hennar átti Singerprjónavél sem hún náði nokkrum tökum á. Katrín hefur verið Þingborgarkona frá upphafi. Þegar hún hætti störfum fór hún að kynna sér betur möguleikana sem prjónavélar bjóða uppá, námskeið á Skals reyndist mjög gagnlegt.

Nú á Katrín sjö prjónavélar og DAK 8 prjónavélaforrit auk Hague linker (saumavél til að setja saman prjónles). Hún prjónar nær eingöngu úr Þingborgarlopa og bandi, hvort sem er í höndum eða á vél og selur í Þingborg. Ennfremur lita hún lopa, band og prjónles og kallar það Slettuskjótt. Sjá nánar: https://www.facebook.com/slettuskjott

Á Prjónagleði gefst tækifæri til þess að læra réttu tökin á námskeiði hjá Katrínu þar sem farið verður í grunnatriði eins og uppfitjun og affellingu, útaukningar og úrtökur.

A person wearing glasses

Description automatically generated with low confidence