Guðný María Höskuldsdóttir

Guðný er textílkennari að mennt og hefur kennt textílmennt í grunnskóla í Reykjavík í 16 ár. Hún starfar nú í prjónabúðinni Ömmu mús. Guðný hefur prjónað síðan hún var 5 ára gömul og hefur alltaf eitthvað á prjónunum. Hún á eina uppskrift í bókinni Kúr og Lúr sem Nálin gaf út árið 2009. Einnig á hún 5 uppskriftir í Lopa 30 sem Ístex gaf út árið 2010. Guðný hefur kennt nokkur heklnámskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu.