Elísabet S. Jóhannsdóttir Sörensen

Elísabet er menntaður textílkennari frá HÍ. Hún hefur unnið mikið með íslenska ull bæði í þæfingu og í vefnaði. Elísabet er félagi í Spunasystrum sem er hópur áhugakvenna um handspuna. Nú hin síðari ár hefur hún aðallega unnið úr ull af sínu eigin fé, feldfé sem ræktað er vegna gæða gærunnar sem og ullarinnar. Elísabet hefur komið sér upp vefstofu í Köldukinn í Holtum þar sem hún er búsett.