Ebba Pálsdóttir

Ebba Pálsdóttir er löggiltur sjúkranuddari sem rekur eigin stofu í Borgarnesi. Hún er einnig forfallin prjónamanneskja og hefur yfir 25 ára reynslu af hvoru tveggja. 

Á Prjónagleði 2021 mun Ebba flytja fyrirlestur þar sem hún fjallar um prjónastellingar, lýsingu og stuðning ásamt ýmsu fleiru sem gott er að vita til þess að geta látið fara vel um sig við prjónaskapinn. Hún gefur góð ráð við ýmsum líkamlegum leiðindum, hvað ber að varast og hvernig má losa um og losna við verki.

A person wearing glasses

Description automatically generated with low confidence