Árný Björg Ósvaldsdóttir

Árný Björg er lífeindafræðingur að mennt. Hún hefur brennandi áhuga á vísindum, sjálfbærni og umhverfismálum, og yfirfærir það einnig á áhugamálið sitt: prjónaskap. Árný Björng byrjaði að prjóna í grunnskóla og ein fyrsta atvinna hennar var að selja handprjónaða vettlinga og húfur. Hún er líka mikill afgangaprjónari og hélt 2x afgangasamprjón árið 2021. Miðillinn hennar á instagram (@viralknits) er sambland af prjóni og einnig fræðslu um málefni sem eru henni kær í garnheiminum. Þar má m.a. finna örfyrirlestra um allt sem viðkemur garni og hugmyndir að afgangaprjóni. 

Árný Björg mun verða með fyrirlestur á Prjónagleðinni 2022 þar sem hún fjallar um prjónaskap og áhrif hans á umhverfið.

 
Arný Björg