Fyrirlestar á Prjónagleði 2023

 

 

Prjónarinn og hönnuðurinn -Lene Holme Samsøe

FÖSTUDAGUR 09.06.2023   

KL: 20

Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Lene Holme hefur gefið út fjölda bóka og hafa flestar þeirra komið út á íslensku og er hún því íslenskum prjónurum að góðu kunn. Hver kannast ekki við Dahliu og Peacock peysurnar eða bækurnar Prjónað af ást, Prjónastund og Prjónað á mig og mína?

Í fyrirlestrinum veitir Lene Home innsýn í líf hönnuðarins og prjónakonunnar, segir frá hönnun sinni og fyrirtækinu sem hverfist um prjónaskap, einnig fjallar hún um ýmislegt sem tengist prjóni og prjónatækni. Þetta kvöld gefst gestum prjónagleðinnar einstakt tækifæri að kynnast þessari afkastamiklu konu sem hefur auðgað prjónalíf okkar svo um munar í gegnum tíðina.

FYRIRLESTURINN VERÐUR Á ENSKU

Hvar: Félagsheimilið Blönduósi

Aðgangur: Prjónaarmband

Lene

 

Lettneskar vettlingahefðir - Dagný Hermannsdóttir

LAUGARDAGURINN 10.06.2023

KLUKKAN: 12.30 - 13.30

Í fyrirlestrinum mun Dagný Hermannsdóttir textílkennari og fararstjóri segja frá vettlingahefðum í Lettlandi en þar sköpuðust einstakar hefðir í vettlingaprjóni. Hefðin var að ungar stúlkur prjónuðu fjöldan allan af fallegum vettlingum og söfnuðu í kistil til að eiga áður en þær gengu í hjónaband. Konur lögðu gríðarlegan metnað í að hanna mynstur og að prjóna einstaka vettlinga og mynstrin voru fjölbreytt. Vettlingar tengdust einnig alls kyns hjátrú og siðum og mismunandi hefðir sköpuðust milli héraða. Í Lettlandi hafa varðveist ótrúlega fjölbreytt og mörg vettlingamunstur og eru vettlingar í hávegum hafðir þar í landi enn í dag. 

HVAR: FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND

lettneskar vettlingahefðir

 

 

Litirnir og Lífið - Tinna Þórudóttir Þorvaldar

Sunnudagur 11.06.2023

Kl: 12.15 - 13.00

Í fyrirlestrinum mun Tinna Þórudóttir Þorvaldar sega sögur úr sínu lítríka hekllífi, hvað það er sem ræður för í hennar hönnun og hugmyndavinnu. Hún sýnir teppin sín og segir frá tilurð þeirra.

HVAR: Félagsheimilið Blönduósi

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND

litirniroglifið