Fyrirlestar á Prjónagleði 2022

 

 

Prjónasögur frá Köben -Thelma Steimann

FÖSTUDAGUR 10.06.2022   

KL: 20

Thelma Steimann er íslenskur prjónahönnuður og garnframleiðandi, búsett í Kaupmannahöfn. Hún rekur sitt eigið fyrirtæki; Thelma Steimann, þar sem hún hannar prjónauppskriftir og handlitar garn út frá vistvænum sjónarmiðum.

Í fyrirlestrinum fer Thelma í gegnum bakgrunn sinn, hönnunarferlið og segir frá því hvernig fyrirtækið hennar komst á þann stað sem það er í dag. 

Thelma lofar skemmtilegu kvöldi og sjón er sögu ríkari þar sem sýning á hönnun Thelmu verður opnuð í anddyri félagsheimilisins klukkan 19.30.

Hvar: Félagsheimilið Blönduósi

Aðgangur: Prjónaarmband

 

Umhverfis prjónaheiminn - Árný Björg

LAUGARDAGURINN 11.06.2022

KLUKKAN: 12.30 - 13.30

Í þessum áhugaverða fyrirlestri fjallar Árný Björg sem þekkt er undir nafninu @viralknit á Instagram um hversu umhverfisvænn nútíma prjónaskapur er. Hún fer yfir mismunandi eiginleika garns og vinnslu þess, skoðar vinsælustu hráefnin sem notuð eru í garn, superwash meðhöndlun, vottun á garni, dýravelferð og fleira sem vert er að hafa í huga við meðvituð garnkaup, því garn er ekki bara garn! 

HVAR: FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND

 

 

Beautiful stitch patterns and how to make them work for you - Chantal Belisle

Laugardagurinn 11.06.2022

Klukkan 17.00 - 18.00

This lecture is in English

The lecture is about using stitch patterns, and overview of different stitch patterns and what they lend themselves the best to, ie. Lace, brioche, tuck stitches, intarsia, fair isle etc. and how to work them into a garment. Things to consider when adapting a pattern to a stitch pattern such as gauge and how to shape the garment cohesively with the chosen pattern. A glossary of decreases and increases will be offered as well as a load of examples and the tools to make decisions for yourself. Information about the basic structures of knit fabric and what it does best. 

HVAR: FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND

 

Af hverju ættu allir að prjóna? - Helga Thoroddsen

Sunnudagur 12.06.2022

Kl: 12.10 - 12.50

Spjall og spekúleringar um það gagn og þá gleði sem prjónið færir iðkendum sínum. Helga Thoroddsen hefur prjónað síðan hún man eftir sér og hefur mikinn áhuga á áhrifum prjónsins á sálarheill og lífshamingju þeirra sem það stunda. 

HVAR: Þverbraut 1

AÐGANGUR: PRJÓNAARMBAND