Dagskrá 2023

Dagskrá Prjónagleði 2023

NÁMskeið, fyrirlestrar og Viðburðir

(MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR)

 

Fimmtudaginn 8. júní

20.00 - 23.00 Hitað upp fyrir Prjónagleðina í Apótekarastofunni Aðalgötu 8 við hliðina á Hótel Blönduósi

Prjónakvöld á glænýju kaffihúsi í gamla bænum á Blönduósi. Léttar veitingar til sölu á staðnum.

 

Föstudaginn 9. júní 

10:00 - 17:00  Heimilisiðnaðarsafnið opið

Sumarsýning safnsins að þessu sinni er sýningin á munum unnum af lista - og handverksmanninum Philippe Ricart.

Fastasýningar safnsins eru á sínum stað.

Aðgangseyrir 1500 kr fyrir þá sem eru með prjónaarmband 

10:00 - 12:00 & 13:00 & 15.00  Ullarþvottastöð Ístex: Opið hús og leiðsögn í boði

Opið hús og leiðsögn í boði í  Ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi, Efstubraut 2..

Aðgangur ókeypis

11:00 - 17:00  Verslunin hitt og þetta opin

Verslun sem stendur undir nafni, ýmiss tilboð í gangi.

16:00 - 19.00  Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið

Hjarta Prjónagleðinnar - iðandi prjónamannlíf

    • 24 söluaðilar
    • Upplýsingar, afhending og sala prjónaarmbanda og námskeiða
    • Sýning á verkum úr hönnunar og prjónasamkeppi Prjónagleðinnar - Nýnot fyrir lopapeysur - Lifandi larfar
    • Tóvinnusvæði,
    • Sýningin: Lettneskir vettlingar
    • Sýningin: Once Upon a Hook - Fairytale Magic meet Crochet Cosplay
    • Prjónakaffihús - Þar sem Áskaffi Góðgæti sér um veitingar og þjónustu.

Aðgangur ókeypis

 

17.00 Uppfitjunarpartý með Auði Björt Skúladóttir á kaffihúsinu á Garntorginu

 Í tilefni af útgáfu á nýrri uppskrift ætlar Auður Björt að bjóða í uppfitjunarpartý á Garntorginu, þar sem hægt verður að fitja upp á nýja sjalinu eða einhverju öðru spennandi sjali eftir Auði. Hún verður með öll sjölin úr bókinni sinni Sjöl og teppi eins báðum megin, svo hægt verður að skoða þau og máta og fá aðstoð og hvatningu hjá hönnuðinum sjálfum.

20:00  Velkomin á Prjónagleði 2023 með Lene Holme Samsøe & Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttir  - dagskrá í Félagsheimilinu

 
    • Prjónakonan og Hönnuðurinn -  Lene Holme Samsøe, segir frá ferli sínum og fyrirtæki, hugmyndafræði og hönnun.
    • Prjónað án vöðvabólgu - Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir gefur okkur góð ráð inn í þessa miklu prjónahelgi.
    • Sýningin Söguþráður í anddyri Félagsheimilinu - Sería af hekluðum værðarvoðum eftir Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsóttur, sem eiga það sameiginlegt að vera innblásin af kvenlegum arfi og hekluð úr íslenskri ull.  
    •  
Kaffi og drykkir seldir á staðnum.
Hlökkum til að sjá sem allra flesta!

Aðgangur: Prjónaarmband

 

 

Laugardaginn, 10. júní 

9:00 - 12:00  Prjónanámskeið 

 

Kaupa Námskeið

10:00 - 17:00  Heimilisiðnaðarsafnið opið

Sumarsýning safnsins að þessu sinni er sýningin á munum unnum af lista - og handverksmanninum Philippe Ricart.

Fastasýningar safnsins eru á sínum stað.

Aðgangseyrir 1500 kr fyrir þá sem eru með prjónaarmband 

10:00 - 20:00  Gallerí Rúnalist í Skagafirði opið

Handverk - geitur - smakk og ullargarn beint frá býli.

11:00 - 18.00  Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni opið

Hjarta Prjónagleðinnar - iðandi prjónamannlíf

    • 24 söluaðilar
    • Upplýsingar, afhending og sala prjónaarmbanda og námskeiða
    • Sýning á verkum úr hönnunar og prjónasamkeppi Prjónagleðinnar - Nýnot fyrir lopapeysur Lifandi larfar
    • Tóvinnusvæði,
    • Sýningin: Lettneskir vettlingar
    • Sýningin: Once Upon a Hook - Fairytale Magic meet Crochet Cosplay
    • Prjónakaffihús - Þar sem Áskaffi Góðgæti sér um veitingar og þjónustu.

Aðgangur ókeypis

 

Kl. 11:00 - 18:00 Sveitarverslunin á Hólabaki í Húnabyggð opin

Hólabak er staðsett við þjóðveg nr. 1 um 22 km. vestan Blönduóss. 

Verslunin sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða vefnaðar- og gjafavörum undir vörumerkjunum LAGÐUR og TUNDRA. Í boði eru fjölbreyttar vörur, m.a. púðaver, töskur, sængurfatnaður, svuntur, ilmkerti, handklæði og ýmsir nytjahlutir fyrir eldhúsið, o.fl. Margar af vörunum eru aðeins framleiddar í litlu upplagi og eru ekki til sölu í öðrum verslunum.

Sjá nánari upplýsingar um vörurnar á www.tundra.is og um verslunina á www.holabak.is.

Öll velkomnin og heitt á könnunni.

12:00 - 18:00  Sýningin Söguþráður - sería af hekluðum værðarvoðum eftir Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttir í anddyrinu á Félagsheimilinu opin

Aðgangur ókeypis

 

12:00 - 15:00  Verslunin hitt og þetta opin

Verslun sem stendur undir nafni, ýmiss tilboð í gangi.

12:30 - 13:30 ,,Lettneskar Vettlingahefðir" - Dagný Hermannsdóttir - fyrirlestur í Félagsheimilinu

Í þessum áhugaverða fyrirlestri fjallar textílkennarinn og fararstjórinn Dagný Hermannsdóttir um lettneskar prjónahefðir og þá sérstaklega sögurnar á bakvið gullfallegu útprjónuðu vettlingana sem grípa augað hvar sem þeir sjást.

Aðgangur: Prjónaarmband 

13:45 - 16:45  Prjónanámskeið

 

KauPa Námskeið

16:15  Úrslit í Hönnunar og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2022, kynnt á Garntorginu 

 

16.30 - 17.30 Opið hús í TextílLab á Þverbraut 1

Stafræn textílsmiðja Textílmiðstöðvar Íslands verður opin gestum og gangandi.

Aðgangur ókeypis

 19:00  Hlaðborð og prjónapöbkviss á Hótel Blönduós

Hlaðborð á veitingastaðnum Sýslumanninum kl: 19 - 20.30

Prjónakvöld og Pöbbkviss frá 20.30 og fram eftir kvöldi. - Verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Athugið að hægt er að mæta bara á Prjónakvöldið og pubkvissið

Nánari upplýsingar og borðapantanir hér 

 

 

 

 

Sunnudagur 11. júní

9:00 - 12:00  Prjónanámskeið 

 

KAUPA NÁMSKEIÐ

 9:00  Prjónaganga til messu - Kvennaskólinn Árbraut 1

Safnast verður saman við Kvennskólann og þaðan gengið með prjóna í hönd og garnið undir hendinni til messunnar sem verður í Blönduóskirkju kl: 10:00.

10:00 Prjónamessa í Blönduóskirkju 

Prestur séra Edda Hlíf Hlífarsdóttir.

Kirkjugestum er velkomið að prjóna á meðan á guðsþjónustu stendur.

Allir hjartanlega velkomnir

10:00 - 17:00  Heimilisiðnaðarsafnið opið

Sumarsýning safnsins að þessu sinni er sýningin á munum unnum af lista - og handverksmanninum Philippe Ricart.

Fastasýningar safnsins eru á sínum stað.

Aðgangseyrir 1500 kr fyrir þá sem eru með prjónaarmband 

10:00 - 20:00  Gallerí Rúnalist í Skagafirði opið

Handverk - geitur - smakk og ullargarn beint frá býli.

11:00 - 14:00  Sýningin Söguþráður - sería af hekluðum værðarvoðum eftir Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttir í anddyrinu á Félagsheimilinu opin

Aðgangur ókeypis

10:00 - 14.00  Garntorgið í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi opið

Hjarta Prjónagleðinnar - iðandi prjónamannlíf

    • 24 söluaðilar
    • Upplýsingar, afhending og sala prjónaarmbanda og námskeiða
    • Sýning á verkum úr hönnunar og prjónasamkeppi Prjónagleðinnar - Nýnot fyrir lopapeysur - Lifandi larfar
    • Tóvinnusvæði,
    • Sýningin: Lettneskir vettlingar
    • Sýningin: Once Upon a Hook Fairytale Magic meet Crochet Cosplay
    • Prjónakaffihús - Þar sem Áskaffi Góðgæti sér um veitingar og þjónustu.

Aðgangur ókeypis

Kl. 11:00 - 18:00 Sveitarverslunin á Hólabaki í Húnabyggð opin

Hólabak er staðsett við þjóðveg nr. 1 um 22 km. vestan Blönduóss. 

Verslunin sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða vefnaðar- og gjafavörum undir vörumerkjunum LAGÐUR og TUNDRA. Í boði eru fjölbreyttar vörur, m.a. púðaver, töskur, sængurfatnaður, svuntur, ilmkerti, handklæði og ýmsir nytjahlutir fyrir eldhúsið, o.fl. Margar af vörunum eru aðeins framleiddar í litlu upplagi og eru ekki til sölu í öðrum verslunum.

Sjá nánari upplýsingar um vörurnar á www.tundra.is og um verslunina á www.holabak.is.

Öll velkomnin og heitt á könnunni.

 

12:15-13:00 ,,Litirnir og lífið" - Tinna Þórudóttir Þorvaldar - fyrirlestur í Félagsheimilinu

Í þessum fyrirlestri segir textíllistakonan Tinna Þórudóttir Þorvaldar frá litunum í hennar einstaklega litríka hekllífi og hönnun. 

Aðgangur: Prjónaarmband

13:00 - 15:00  Prjónanámskeið

 

Kaupa Námskeið

13:00 - 15:00 Opið hús í TextílLab á Þverbraut 1

Stafræn textílsmiðja Textílmiðstöðvar Íslands verður opin gestum og gangandi.

Aðgangur ókeypis

 

13.00 - 16.00 Saumað í  Vatnsdælurefilinn í Kvennaskólanum

Vatnsdæla á Refli er verkefni Jóhönnu E. Pálmadóttur og staðsett í Kvennaskólanum. Þar er verið að sauma Vatnsdælasögu á refil sem verður að verki loknu 46 metra langur. Byrjað var á reflinum árið 2011 og voru teikningar unnar af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur í samstarfi við nemendur í Listaháskóla Íslands. Saumað er með hinum forna refilsaum og geta allir áhugasamir gestir Prjónagleðinnar litið við í Kvennaskólanum og tekið í nálina undir leiðsögn Stínu Gísladóttur.