Dagskrá 2021

Garntorgið Í Íþróttahúsinu verður opið eins og hér segir:

 -----------------------------------------------

Dagskrá NÁMskeið & Viðburðir og Fyrirlestrar

(MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR)

Föstudaginn 11. júní 

13:00 - 15:00 Ullarþvottastöðin Ístex: Kynning á starfsemi 

Þeir sem vilja heimsækja Ullarþvottastöðina á Blönduósi, Efstubraut 2, þurfa að skrá sig með því að senda póst á svana@textilmidstod.is 

20:00 Opnun Prjónagleði 2021 í Félagsheimilinu á Blönduósi 

- Opnunarávarp 
- Ég og Stephen West - Linda Björk Eiríksdóttir, einnig þekkt sem BarbaKnit segir sögur af sér og hinum litríka prjónahönnuði Stephen West. 
- Prjónakaffi og samvera fram eftir kvöldi

Kaffi og léttar veitingar seldar á staðnum.
Hlökkum til að sjá sem allra flesta!

Það þarf prjónaarmband til þess að komast inn á þennan viðburð.

 

 

Laugardaginn, 12. júní 

7:30 - 8:30 Prjónajóga í TextílLab á Þverbraut 1

Létt, liðkandi og upplyftandi jóga fyrir prjónafólk.  Æfingarnar miðast við það að hægt sé að iðka þær sitjandi eða standandi við stól. Tíminn endar á slökun. Dýnur, teppi og púðar verða á staðnum en einnig er heimilt að koma með eigið jógadót. 

Kennari: Brynja Birgisdóttir kundalini jógakennari 

Staðsetning: Þverbraut 1 - TextílLab

Tíminn er 60 mín og kostar 2000 kr sem greiddar eru á staðnum.

9:00 - 12:00 Litatilfinningar - Linda Björk Eiriksdóttir - námskeið í Ósbæ, Þverbraut 1, t.h.

Á námskeiðinu fjallar Linda Björk Eiríksdóttir um hvernig hægt er að vinna með og blanda saman litum, nýta afganga og ólíkt garn til þess að skapa dásamlega fallegt prjónles.
Megináhersla verður lögð á að blanda litum, og nýta afganga og ólíkar garntegundir á skemmtilegan hátt í flíkur eins og sokka, sjöl, peysur og fleira. 

9:00 - 12:00 Hol þæfing með útsaumi - Sigrún Indriðadóttir - námskeið í Vinnustofunni í Kvennaskólanum, 2. hæð

Kennt verður að þæfa lítið stykki sem er holt að innan s.s. gleraugnahulstur eða buddu, og kynntar mismunandi skreytingaaðferðir.

9:00 - 12:00 Myndprjón - Helga Thoroddsen - námskeið í Borðsalnum í Kvennaskólanum í kjallara

Kennd verður grunntækni í myndprjóni (Intrasia) og prjónuð prufa sem innifelur helstu aðferðafræði myndprjónsins. Myndprjón er nokkuð krefjandi prjónaaðferð sem býður upp á skemmtilega nálgun til að leika sér með prjónaflöt eins og verið sé að mála og/eða teikna. 

12:45 - 13:30 ,,Riddarasaga: hönnunarferli og fleiri sögur" - Védís Jónsdóttir - fyrirlestur í Félagsheimilinu

Védís Jónsdóttir hönnuður hjá Ístex segir frá hönnunarferlinu sem á sér stað þegar nýjir litir og nýjar flíkur úr íslenskri ull verða til. Einnig segir hún sögur af skúlptúrprjóni, vefnaði og skapandi textílvinnu.

13:45 - 16:45 Hælar með stæl - Þyrey Hlífarsdóttir - námskeið í Vinnustofunni í Kvennaskólanum, 2. hæð

Hælarnir setja mikinn svip á sokkana og þá er hægt að pjóna á fjölbreyttan hátt. Á námskeiðinu verða kenndar nokkrar mismunandi aðferðir við að prjóna hæla á sokk. Notuð verður sýnikennsla, myndbönd og stuðst við uppskriftir og prjóna þátttakendur hælana.

13:45 - 16:45 Kanntu að gimba? - Hilma Eiðsdóttir Bakken - námskeið á Vefnaðarloft í Kvennaskólanum, 3. hæð

Þátttakendur læra að gimba sem er ákveðin tegun af hekli. Gimb býður upp á margar spennandi möguleika. 

13:45 - 16:45 Trylltar tölur - Sigrún Indriðadóttir - námskeið í Námsver í Kvennaskólanum, suð-austur enda

Hér sameinum við endurvinnslu, ódýrt hráefni og sköpunargáfu þar sem útkoman verður einstök. Notaðir verða valdir hlutir úr endurvinnslu til að þæfa utanum og búa til tölur eða nælur.

13:45 - 16:45 Marglitt klukkuprjón - Helga Thoroddsen - námskeið í Borstofunni í Kvennaskólanum í kjallara

Kennd verða grunnatriði í marglitu klukkuprjóni (brioche). Þátttakendur geta prjónað prufur og/eða byrjað á verkefni sem getur verið trefill og/eða sjal.

13:45 - 16:45 Uppfit, kantar og affellingar - Auður Björt Skúladóttir - námskeið í TextílLab, Þverbraut 1, t.v. 

Á þessu námskeiði er farið yfir nokkrar aðferðir til að auðvelda þér að gera prjónaflíkina með öðrum útfærslum en áður og jafnvel skemmtilegra útlit en áður. 

13:45 - 16:45 Skapandi peysuprjón - Anna M. Valgeirsdóttir - námskeið í Dagstofunni í Kvennaskólanum, 1. hæð

Á þessu námskeiði verða kynntar aðferðir við að blanda saman garni og munstrum þannig að úr verði peysa. Flestar ef ekki allar reglur verða brotnar og þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að fara nokkuð langt út fyrir þægindarammann : ) 

14:00 - 16:00 Spunasystur að sunnan taka á móti gestum í Ósbæ, Þverbraut 1

Spunasystur ætla að bjóða gestum Prjónagleðinnar að taka í rokka og snældur í Ósbæjarsalnum á Þverbraut 1 á Blönduósi. Þær hafa af mörgu að miðla í úrvinnslu íslensku ullarinnar og um að gera að nýta þetta einstaka tækifæri til sjá og upplifa hvað þær eru magnaðar í tóvinnunni.   

Spunasystur er hópur kvenna í Rangárvallasýslu sem hafa hist tvisvar í mánuði síðan 2013 til þess að spinna og vinna úr íslenskri ull.  Þeim er mikið í mun að varðveita gamalt handverk og ekki síður að þróa nútímalegar aðferðir við úrvinnslu íslensku ullarinnar. Þær hafa sankað að sér fróðleik og þekkingu víðsvegar að og eru mjög áfram um að miðla þeirri þekkingu áfram til þeirra sem áhuga hafa.  
Viðburðurinn er ókeypis.

 

15:00 - 17:00 Prjónaganga um Blönduós

 

Þær gengu prjónandi á milli bæja konurnar hér áður fyrr, með hnykilinn í svuntuvasanum.  Nú ætlum við að ganga prjónandi um Blönduósbæ með hnykilinn undir hendinni . Lagt verður af stað frá Kvennaskólanum klukkan 15, gengið eftir Bakkastíg, um Fagrahvamm undir brúna og í Brautarhvamm og þaðan út í Hrútey og svo til baka í gegnum bæinn.  Gangan er létt, að mestu á jafnsléttu og eftir stígum.  Skóbúnaður og yfirhafnir þurfa að taka mið af veðrinu.  Takið með ykkur prjónadótið.  Komið verður til baka um klukkan 16.30

Leiðsöguprjónari verður Berglind Björnsdóttir.

Viðburðurinn er ókeypis.

17:00 - 18:00 Íslenskir vettlingar: frá hugmynd að bók - Guðrún Hannele Hentinnen - fyrirlestur í Félagsheimilinu

Á fyrirlestrinum verður ferlið frá hugmynd að útgefinni bók kynnt. Fjallað verður um vettlingauppskriftir, áskornun við að aðlaga að nýjum garngrófleika, mynsturgerð, ólíka prjóntækni og þá sögu sem við þekkjum um vettlingaprjón. Sýnishorn af vettlingum verða til skoðunar fyrir þá sem mæta á staðinn.

Prjónað á pöbbnum í Eyvindarstofu kl. 20:00 - 23:00

Prjónahittingur í Eyvindarstofu á B&S Restaurant, laugardagskvöldið 12. júní frá klukkan 20-23. Er ekki tilvalið að hittast á barnum í Eyvindarstofu, blanda geði, skála fyrir skemmtilegri helgi og prjóna saman? Frítt inn.

Prjónahittingur fyrir unga prjónara í Teni kl. 21:00 - 23:00

Ungir prjónarar eru boðnir velkomnir á loftið á veitingastaðnum Teni kl: 21-23 laugardagskvöldið 12. júní.  Hafrún Ýr Halldórsdóttir textílkennari og bloggari á www.lady.is tekur á móti gestum og deilir góðum prjónaráðum og prjónatrixum til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í prjónaskapnum. Grípið með ykkur prjónana og eigið skemmtilega stund með Hafrúnu og öllum hinum ungu og flottu prjónurunum.  Frítt inn og tilboð á barnum.

 

Sunnudagur 13. júní

7:30 - 8:30 Prjónajóga í TextílLab á Þverbraut 1

Létt, liðkandi og upplyftandi jóga fyrir prjónafólk.  Æfingarnar miðast við það að hægt sé að iðka þær sitjandi eða standandi við stól. Tíminn endar á slökun. Dýnur, teppi og púðar verða á staðnum en einnig er heimilt að koma með eigið jógadót. 

Kennari: Brynja Birgisdóttir kundalini jógakennari 

Staðsetning: Þverbraut 1 - Ósbær

Tíminn er 60 mín og kostar 2000 kr sem greiddar eru á staðnum.

9:00 - 11:00 Knitted secrets, illusions and code - Deborah Gray - námskeið á netinu

Deborah Gray frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á prjóna leyndarmál og tákn. Námskeið er haldið á netinu og kennt verður á ensku. ATH: Breytt tímasetning: Laugardag, 5. júní kl. 13-15

9:00 - 12:00 Tvíbandaprjón; ríkjandi og víkjandi lykkja - Guðrún Hannele Hentinnen - námskeið í Dagstofu í Kvennaskólanum, 2. hæð 

Á þessu örnámskeiði læra nemendur að hafa stjórn á ríkjandi og víkjandi lykkjum í tvíbandaprjóni. Það gerum við með ákveðinni prjóntækni sem kennd verður með prufuprjóni eða með byrjun á vettlingaprjóni. 

9:00-12:00 Sitt lítið af hverju í prjónatækni - Anna M. Valgeirsdóttir - námskeið í Borðstofunni í Kvennaskólanum í kjallara

Á þessu námskeiðið verður farið í ýmsar aðferðir við að létta okkur frágang  og gera prjónlesið fallegra: nokkrar aðferðir við uppfit, t.d. hvernig er hægt að prjóna í báðar áttir, einfalda og skemmtilega leið til að gera fallega kanta, sérlega falleg hnappagöt, aðferðir til útaukningar og affellingu. Við munum læra að gera styttar umferðir og fara yfir hvernig sú aðferð getur hjálpað við eitt og annað t.d. að gera hálsmál rúnaðra að framan eða prjóna rendur sem eru þríhyrningslaga.  Einnig munum við læra að gera tvílit mynstur sem samt er prjónað með einum lit í einu.

9:00 - 12:00 Mynstur og afturábak prjón - Hilma Eiðsdóttir Bakken - námskeið í TextílLab, Þverbraut 1, t.v. 

Þátttakendur læra skemmtilegt krossamynstur og að prjóna áfram og afturábak. Gott að kunna að prjóna slétt og brugðið en ekki nauðsynlegt.

9:00 - 13:00 Dustaðu rykið af prjónavélinni! Katrín Helga Andrésdóttir - námskeið í Ósbæ, Þverbraut 1 (t.h.)

Áttu prjónavél sem er í lagi en kannt kannski ekki alveg nógu vel á hana? Nú gefst tækifæri til þess að læra réttu tökin á námskeiði þar sem farið verður í grunnatriði. Kynntir verða notkunarmöguleikar vélarinnar og hvaða möguleika hún gefur varðandi prjónles. Nemendur prjóna á eigin vélar. Katrín kemur með tvær vélar til sýnikennslu.

11:00 Prjónamessa í Blönduóskirkja 

Séra Úrsúla Árnadóttir. Prjónarnir eru velkomnir með í prjónamessuna sunnudaginn 13. júní kl. 11:00.

13:00 - 15:00 Endurnýtingarverkstæði fyrir prjónles og textíl í TextílLab á Þverbraut 1

Endurnýting - fræðsla - þjónusta - sjálfbærni, við elskum allar að endurnýta! Komið og takið þátt í ævintýrinu með Verðandi Endurnýtingarmiðstöð. Gamalt prjónles og allskonar textíll býður upp á endalausa möguleika í endurvinnslu og á þessari vinnustofu verða ýmsar hugmyndir kynntar.
Ykkur er velkomið að taka með ykkur eitthvað gamalt og lúið til að endurskapa á vinnustofunni sem staðsett verður á Þverbraut 1. 

Viðburðurinn er ókeypis

 

12:45-13:30 ,,Prjón og heilsa" - Ebba Pálsdóttir - fyrirlestur í Borðstofunni í Kvennaskólanum

Á þessu fyrirlestri (haldinn í Borðstofunni í Kvennaskólanum) fjallar Ebba Pálsdóttir löggiltur sjúkranuddari um prjónastellingar, lýsingu og stuðning ásamt ýmsu fleiru sem gott er að vita til þess að geta látið fara vel um sig við prjónaskapinn. Hún gefur góð ráð við ýmsum líkamlegum leiðindum, hvað ber að varast og hvernig má losa um og losna við verki.

13:45 - 16:45 Handlitun á garni með duftlitum - Jónina Vilborg Karlsdóttir - námskeið í Kennslueldhúsinu í Kvennaskólanum í kjallara

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig garn er litað með duftlitum, hvaða leiðir eru notaðar til þess að festa litinn og að hverju þarf að huga þegar litum er blandað saman. Notaðir verða eiturefnalausir litir frá iDye og hver þátttakandi getur valið um að lita eina 100g hespu eða 5 x 20g hespur. 

15:00  Opnun sumarsýningarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins

Verið velkomin á opnun Textílbókverkasýningarinnar Spor í Heimilisiðnaðarsafninu.
Eftir opnunina verður boðið upp á kaffi og kleinur.