Dagskrá 2021

 

Í VINNSLU - MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR! 

UPPlýsingar um Sölutorg o.fl. atburði verða auglýst síðar. 

 

Föstudagur 11. júní 

9:00 - 12:00 Drop spindle spinning - Deborah Grey

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á að spinna á halasnældu. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

9:00 - 12:00  Prjón fyrir byrjendur / How to knit - Anna Margrét Valgeirsdóttir

Anna Margrét Valgeirsdóttir kennir grundvallarhugtök í prjóni í Kvennaskólanum. Kennt verður á ensku og íslensku. 

13:00 - 16:00 Prjónanörðanámskeið - Helga Jóna Þórunnardóttir

Á þessu námskeiði verður unnið með smáatriðin sem gera prjónið enn fallegra, t.d. litaskipti og frágang. Helga Jóna Þórunnardóttir kennir á íslensku. 

13:00 - 16:00 Finish and fine details - Helga Isager

Helga Isager kennir hvernig hægt er að klára prjónles með frágangi og útfærslu sem setur punktinn yfir i-ið. Kennt verður á ensku. 

20:30 - 22:00 Sundprjón - Helga Jóna Þórunnardóttir

Sundprjón i Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Helga Jóna Þórunnardóttir kennir. Námskeiðið er fyrir þær/þá sem elska bæði prjón og sund. Njótum þess að prjóna í vatninu og læra nýja tækni/áferðir í prjóni! Sundlaugin er opin sérstaklega fyrir námskeiðið og er aðgangur innifalinn í námskeiðsgjaldinu. 

 

Laugardaginn, 12. júní 

9:00 - 12:00 Mastering Moebius - Deborah Grey

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig hægt er að prjóna Moebius hring. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

9:00 - 12:00 Að prjóna íslenska lopapeysu / Knitting a traditional Icelandic sweater, fyrri hluti 

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefðbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennt í tveimur lotum. Seinni lotan er kennd á sunnudeginum kl. 9:00 - 12:00. Námskeið verður haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku og ensku. 

9:00 - 12:00 Knit for not-so-experienced knitters - Helga Isager 

Helga Isager kennir byrjendum hvernig hægt er að prjóna flóknari hluti. Kennt verður í Kvennaskólanum og á ensku. 

9:00 - 12:00 Hol þæfing með útsaumi - Sigrún Helga Indriðadóttir

Kennt verður að þæfa lítið stykki sem er holt að innan s.s. gleraugnahulstur eða buddu, og kynntar mismunandi skreytingaaðferðir.

9:00 - 12:00 Kantar og hnappagöt - Helga Jóna Þórunnardóttir

Á þessu námskeiði í Kvennaskólanum kennir Helga Jóna ógurlega fína og góða prjóntækni, mismunandi uppfit og affellingar, fallegir kantar og hnappagöt. Kennt verður á íslensku. 

9:00 - 12:00 Prjónaðu þitt eigið sjal - Hildur Ýr Ísberg

Hefur þig alltaf langað til að hanna þitt eigið sjal en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þetta námskeið snýst um að læra inn á sjöl og hvernig grunnsniðmátið að mörgum mismunandi sjalalögunum hegðar sér. Hildur Ýr Ísberg kennir í Kvennaskólanum og á íslensku. Athugið: Sama námskeið verður líka kennt á ensku á sunnudaginn. 

13:45 - 16:45 Knitting socks two at the same time and toe up - Deborah Grey 

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á að prjóna tvo sokka samtímis og byrjað verður að prjóna frá tánni. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

13:45 - 16:45 Trylltar tölur - Sigrún Helga Indríðadóttir

Hér sameinum við endurvinnslu, ódýrt hráefni og sköpunargáfu þar sem útkoman verður einstök. Notaðir verða valdir hlutir úr endurvinnslu til að þæfa utanum og búa til tölur eða nælur.

13:45 - 16:45 Knitting and embroidery - Helga Isager

Helga Isager kennir hvernig hægt er að tvinna saman prjón og útsaum. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum og kennt er á ensku. 

13:45 - 16:45 Tvílitt klukkuprjón - Helga Jóna Þórunnardóttir

Helga Jóna kennir hvernig hægt er að nýta tvílitt klukkuprjón á skemmtilegan hátt. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum og er á íslensku. 

13:45 - 16:45 Vettlingar í öfuga átt  - Hildur Ýr Ísberg

Á þessu námskeiði verður kennd aðferð við að prjóna vettlinga ofanfrá, það er að segja frá fingrum niður að stroffi. Hildur Ýr Ísberg kennir á íslensku. 

13:45 - 16:45 Uppfit, kantar og affellingar - Auður Björt Skúladóttir

Á þessu námskeiði er farið yfir nokkrar aðferðir til að auðvelda þér að gera prjónaflíkina með öðrum útfærslum en áður og jafnvel skemmtilegra útlit en áður. Auður Björt Skúladóttir kennir í Kvennaskólanum og á íslensku. 

 

Sunnudagur 13. júní

9:00 - 12:00 Knitted secrets, illusions and code - Deborah Grey 

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á prjóna leyndarmál og tákn. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

9:00 - 12:00 Kaðlabútateppi - Auður Björt Skúladóttir

Það sem einkennir kaðlabútateppið er að það er eins báðu megin, fullkomið á prjónana á ferðinni og bíður upp á svo marga litamöguleika. Auður Björt Skúladóttir kennir á íslensku. 

9:00 - 12:00 Að prjóna íslenska lopapeysu / Knitting a traditional Icelandic sweater, seinni hluti 

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennd í tveimur lotum, en hér um seinni hlutann að ræða. Námskeið verður haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku og ensku. 

9:00 - 12:00 Knit your own shawl - Hildur Ýr Ísberg 

Hefur þig alltaf langað til að hanna þitt eigið sjal en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þetta námskeið snýst um að læra inn á sjöl og hvernig grunnsniðmátið að mörgum mismunandi sjalalögunum hegðar sér. Hildur Ýr Ísberg kennir í Kvennaskólanum á ensku. Athugið: Sama námskeið "Prjónaðu þitt eigið sjal" verður líka kennt á íslensku á laugardaginn. 

9:00 - 12:00 Þæft í prjón - Sigrún Helga Indriðadóttir

Hér sameingum við endurvinnslu, ódýrt hráefni og sköpunargáfu þar sem útkoman verður einstök. Notaðir verða valdir hlutir úr endurvinnslu til að þæfa utanum og búa til tölur eða nælur.

13:45 - 16:45 Solar dyeing with local plants - Deborah Grey 

Námskeiðið hefst á að farið verður út til að týna plöntur sem síðar verða nýttar í sólarlitun. Deborah Grey frá Skotlandi kennir í Bílskúrsgallerý við Kvennaskólann. Kennt verður á ensku.