Dagskrá 2021

 

Í VINNSLU - MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR! 

UPPlýsingar um Sölutorg o.fl. atburði verða auglýst síðar. 

 

Föstudagur 11. júní 

 

16:00 Ullarþvottastöðin Ístex: Kynning á starfsemi

20:00 ,,Ég og Stephen West" - Linda Björk Eiríksdóttir - fyrirlestur 

Linda Björk, einnig þekkt sem BarbaKnit er prjónakona sem hefur starfað með litríka prjónahönnuðinum Stephen West í rúmlega 3 ár. Á þessum fyrirlestri fer hún í söguna þeirra, hvernig þau kynntust, í hverju starfið hennar felst, hvað það er að vera prufuprjónari og fleira.

20:00 - 23:00 Prjónakaffi 

 

Laugardaginn, 12. júní 

7:30 - 8:30 Jóga 

Brynja Birgisdóttir jógakennari

9:00 - 12:00 Litatilfinningar - Linda Björk Eiriksdóttir - námskeið 

Á námskeiðinu fjallar Linda Björk Eiríksdóttir um hvernig hægt er að vinna með og blanda saman litum, nýta afganga og ólíkt garn til þess að skapa dásamlega fallegt prjónles.
Megináhersla verður lögð á að blanda litum, og nýta afganga og ólíkar garntegundir á skemmtilegan hátt í flíkur eins og sokka, sjöl, peysur og fleira. 

9:00 - 12:00 Hekl fyrir byrjendur - Halldóra Sævarsdóttir - námskeið 

Á námskeiðinu kennir Halldóra Sævarsdóttir nokkur grunnatriði í hekli. Gerðar verða fjölbreyttar prufur eins og tími vinnst til. T.d. prufur með grunnlykkjum, úrtökum og útaukningum, einlitur og tvílitur ömmuferningur, kringlótt dúlla og Picot (takka) kantur.

9:00 - 11:00 Drop spindle spinning - Deborah Gray - námskeið á netinu

Deborah Gray frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu. Á þessu námskeiði kennir hún að spinna á halasnældu / "drop spindle spinning". Námskeið er haldið á netinu og kennt verður á ensku. ATH: Breytt tímasetning: Laugardag, 5. júní, kl. 10 - 12 

9:00 - 12:00 Skotthúfa frú Auðar I - Guðný María Höskuldsdóttir og Þórdís Halla Sigmarsdóttir - námskeið

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er umfjöllun um skotthúfuna frá ýmsum hliðum. Þar er upprunalega uppskriftin skoðuð. Endurbætt útgáfa uppskriftarinnar er síðan til umfjöllunar/kynnt og fitjað verður upp á húfunni.

9:00 - 12:00 Að prjóna íslenska lopapeysu I - Anna Margrét Valgeirsdóttir - námskeið 

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefðbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennt í tveimur lotum. Seinni lotan er kennd á sunnudeginum kl. 13:45 - 16:45. Kennt verður á íslensku og ensku. 

9:00 - 12:00 Hol þæfing með útsaumi - Sigrún Indriðadóttir - námskeið 

Kennt verður að þæfa lítið stykki sem er holt að innan s.s. gleraugnahulstur eða buddu, og kynntar mismunandi skreytingaaðferðir.

9:00 - 12:00 Myndprjón - Helga Thoroddsen - námskeið 

Kennd verður grunntækni í myndprjóni (Intrasia) og prjónuð prufa sem innifelur helstu aðferðafræði myndprjónsins. Myndprjón er nokkuð krefjandi prjónaaðferð sem býður upp á skemmtilega nálgun til að leika sér með prjónaflöt eins og verið sé að mála og/eða teikna. 

12:45 - 13:30 ,,Riddarasaga: hönnunarferli og fleiri sögur" - Védís Jónsdóttir - fyrirlestur

Védís Jónsdóttir hönnuður hjá Ístex segir frá hönnunarferlinu sem á sér stað þegar nýjir litir og nýjar flíkur úr íslenskri ull verða til. Einnig segir hún sögur af skúlptúrprjóni, vefnaði og skapandi textílvinnu.

13:45 - 16:45 Styttar umferðir og fleira skemmtilegt - Guðný María Höskuldsdóttir - námskeið 

Á námskeiðinu verða stuttar umferðir skoðaðar og þá aðallega aðferðin sem kallast German short rows. Styttar umferðir eru notaðar til þess að móta prjónaðar flíkur á ýmsan hátt og prjónaðar litlar prufur.

13:45 - 16:45 Hælar með stæl - Þyrey Hlífarsdóttir - námskeið 

Hælarnir setja mikinn svip á sokkana og þá er hægt að pjóna á fjölbreyttan hátt. Á námskeiðinu verða kenndar nokkrar mismunandi aðferðir við að prjóna hæla á sokk. Notuð verður sýnikennsla, myndbönd og stuðst við uppskriftir og prjóna þátttakendur hælana.

13:45 - 15:45 Knitting socks two at the same time and toe up - Deborah Gray - námskeið á netinu

Deborah Gray frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á að prjóna tvo sokka samtímis og byrjað verður að prjóna frá tánni. Námskeið er haldið á netinu og kennt verður á ensku. ATH: Breytt tímasetning: Miðvikudagur, 9. júní kl. 19.30-21.30 

13:45 - 16:45 Hekl fyrir örvhenta - Elsa Arnardóttir - námskeið 

Nemendur koma til með að hekla dúllu, læra að einfalda uppskrift og skipta um lit á garni.

13:45 - 16:45 Kanntu að gimba? - Hilma Eiðsdóttir Bakken - námskeið 

Þátttakendur læra að gimba sem er ákveðin tegun af hekli. Gimb býður upp á margar spennandi möguleika. 

13:45 - 16:45 Trylltar tölur - Sigrún Indriðadóttir - námskeið 

Hér sameinum við endurvinnslu, ódýrt hráefni og sköpunargáfu þar sem útkoman verður einstök. Notaðir verða valdir hlutir úr endurvinnslu til að þæfa utanum og búa til tölur eða nælur.

13:45 - 16:45 Marglitt klukkuprjón - Helga Thoroddsen - námskeið 

Kennd verða grunnatriði í marglitu klukkuprjóni (brioche). Þátttakendur geta prjónað prufur og/eða byrjað á verkefni sem getur verið trefill og/eða sjal.

13:45 - 16:45 Uppfit, kantar og affellingar - Auður Björt Skúladóttir - námskeið

Á þessu námskeiði er farið yfir nokkrar aðferðir til að auðvelda þér að gera prjónaflíkina með öðrum útfærslum en áður og jafnvel skemmtilegra útlit en áður. 

13:45 - 16:45 Út fyrir boxið: skapandi peysuprjón - Anna Margrét Valgeirsdóttir - námskeið 

Á þessu námskeiði verða kynntar aðferðir við að blanda saman garni og munstrum þannig að úr verði peysa. Flestar ef ekki allar reglur verða brotnar og þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að fara nokkuð langt út fyrir þægindarammann : ) 

14:00 - 16:00 Spunasystur að sunnan taka á móti gestum 

15:00 - 17:00 Prjónaganga um Blönduós

17:00 - 18:00 Íslenskir vettlingar: frá hugmynd að bók - Guðrún Hannele Hentinnen - fyrirlestur

Á fyrirlestrinum verður ferlið frá hugmynd að útgefinni bók kynnt. Fjallað verður um vettlingauppskriftir, áskornun við að aðlaga að nýjum garngrófleika, mynsturgerð, ólíka prjóntækni og þá sögu sem við þekkjum um vettlingaprjón. Sýnishorn af vettlingum verða til skoðunar fyrir þá sem mæta á staðinn.

 

Sunnudagur 13. júní

7:30 - 8:30 Jóga 

Brynja Birgisdóttir jógakennari

9:00 - 11:00 Knitted secrets, illusions and code - Deborah Gray - námskeið á netinu

Deborah Gray frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á prjóna leyndarmál og tákn. Námskeið er haldið á netinu og kennt verður á ensku. ATH: Breytt tímasetning: Laugardag, 5. júní kl. 13-15

9:00 - 12:00 Kaðlabútateppi - Auður Björt Skúladóttir - námskeið 

Það sem einkennir kaðlabútateppið er að það er eins báðu megin, fullkomið á prjónana á ferðinni og bíður upp á svo marga litamöguleika. 

9:00 - 12:00 Skotthúfa frú Auðar II - Guðný María Höskuldsdóttir og Þórdís Halla Sigmarsdóttir - námskeið

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Seinna skiptið fjallar um frágang húfunnar, skoðaðir verða margskonar hólkar og kennt verður að gera skúfinn og festa á húfuna. Álhólkar verða til sölu á námskeiðinu. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur komi með húfuna fullprjónaða í seinna skiptið svo hægt sé að ganga frá henni.

9:00 - 12:00 Þæft í prjón - Sigrún Indriðadóttir - námskeið 

Hér sameingum við endurvinnslu, ódýrt hráefni og sköpunargáfu þar sem útkoman verður einstök. Notaðir verða valdir hlutir úr endurvinnslu til að þæfa utanum og búa til tölur eða nælur.

9:00 - 12:00 Tvíbandaprjón; ríkjandi og víkjandi lykkja - Guðrún Hannele Hentinnen - námskeið 

Á þessu örnámskeiði læra nemendur að hafa stjórn á ríkjandi og víkjandi lykkjum í tvíbandaprjóni. Það gerum við með ákveðinni prjóntækni sem kennd verður með prufuprjóni eða með byrjun á vettlingaprjóni. 

9:00 - 12:00 Sitt lítið af hverju í prjónatækni - Anna Margrét Valgeirsdóttir - námskeið 

Á þessu námskeiðið verður farið í ýmsar aðferðir við að létta okkur frágang  og gera prjónlesið fallegra: nokkrar aðferðir við uppfit, t.d. hvernig er hægt að prjóna í báðar áttir, einfalda og skemmtilega leið til að gera fallega kanta, sérlega falleg hnappagöt, aðferðir til útaukningar og affellingu. Við munum læra að gera styttar umferðir og fara yfir hvernig sú aðferð getur hjálpað við eitt og annað t.d. að gera hálsmál rúnaðra að framan eða prjóna rendur sem eru þríhyrningslaga.  Einnig munum við læra að gera tvílit mynstur sem samt er prjónað með einum lit í einu.

9:00 - 12:00 Mynstur og afturábak prjón - Hilma Eiðsdóttir Bakken - námskeið 

Þátttakendur læra skemmtilegt krossamynstur og að prjóna áfram og afturábak. Gott að kunna að prjóna slétt og brugðið en ekki nauðsynlegt.

9:00 - 12:00 Þæfing: fyrstu skrefin - Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir - námskeið 

Á námskeiðinu verður farið í grunnþætti þæfingar. Kennt verður að þæfa flöt og þrívíð form s.s. myndir, bolta, epli, töskur ofl. Einnig verður hægt að þæfa á silki. Unnið verður með íslenska ull frá Ístex og Uppspuna.

9:00 - 13:00 Dustaðu rykið af prjónavélinni! Katrín Helga Andrésdóttir - námskeið 

Áttu prjónavél sem er í lagi en kannt kannski ekki alveg nógu vel á hana? Nú gefst tækifæri til þess að læra réttu tökin á námskeiði þar sem farið verður í grunnatriði. Kynntir verða notkunarmöguleikar vélarinnar og hvaða möguleika hún gefur varðandi prjónles. Nemendur prjóna á eigin vélar. Katrín kemur með tvær vélar til sýnikennslu.

11:00 Prjónamessa í Blönduóskirkja 

Séra Úrsúla Árnadóttir 

13:00 - 15:00 Endurnýting á prjónlesi - Vinnustofa með Verðandi endurnýtingamiðstöð

13:00 ,,Prjón og heilsa" - Ebba Pálsdóttir - fyrirlestur

Á þessu fyrirlestri fjallar Ebba Pálsdóttir löggiltur sjúkranuddari um prjónastellingar, lýsingu og stuðning ásamt ýmsu fleiru sem gott er að vita til þess að geta látið fara vel um sig við prjónaskapinn. Hún gefur góð ráð við ýmsum líkamlegum leiðindum, hvað ber að varast og hvernig má losa um og losna við verki.

13:45 - 16:45 Handlitun á garni með duftlitum - Jónina Vilborg Karlsdóttir - námskeið 

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig garn er litað með duftlitum, hvaða leiðir eru notaðar til þess að festa litinn og að hverju þarf að huga þegar litum er blandað saman. Notaðir verða eiturefnalausir litir frá iDye og hver þátttakandi getur valið um að lita eina 100g hespu eða 5 x 20g hespur. 

13:45 - 16:45 Að prjóna íslenska lopapeysu II - Anna Margrét Valgeirsdóttir - námskeið 

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennd í tveimur lotum, en hér um seinni hlutann að ræða. Kennt verður á íslensku og ensku. 

13:45 - 16:45 Jurtalitun - Þyrey Hlífarsdóttir - námskeið

Farið verður yfir undirbúning og verkferli jurtalitunar. Sagt frá því hvenær best er að tína jurtirnar, hvernig þær eru meðhöndlaðar og undirbúnar fyrir litun. Sýnt frá litun með nokkrum mismunandi jurtum og sagt frá því hvernig bandið er meðhöndlað eftir litun. 

13:45 - 15:45 Solar dyeing with local plants - Deborah Gray - námskeið á netinu

Námskeiðið hefst á að farið verður út til að týna plöntur sem síðar verða nýttar í sólarlitun. Deborah Gray frá Skotlandi kennir á netinu. Kennt verður á ensku. ATH: Breytt tímasetning: Sunnudagur, 6. júní kl. 10-12