Dagskrá 2021

 

Í VINNSLU - MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR! 

UPPlýsingar um Sölutorg o.fl. atburði verða auglýst síðar. 

 

Föstudagur 11. júní 

 9:00 - 12:00 Drop spindle spinning - Deborah Grey

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á að spinna á halasnældu. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

 9:00 - 12:00  Prjón fyrir byrjendur / How to knit - Anna Margrét Valgeirsdóttir

Anna Margrét Valgeirsdóttir kennir grundvallarhugtök í prjóni í Kvennaskólanum. Kennt verður á ensku og íslensku. 

20:30 - 22:00 Sundprjón - Helga Jóna Þórunnardóttir

Sundprjón i Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Helga Jóna Þórunnardóttir kennir. Námskeiðið er fyrir þær/þá sem elska bæði prjón og sund. Njótum þess að prjóna í vatninu og læra nýja tækni/áferðir í prjóni! Sundlaugin er opin sérstaklega fyrir námskeiðið og er aðgangur innifalinn í námskeiðsgjaldinu. 

 

Laugardaginn, 12. júní 

 9:00 - 12:00 Mastering Moebius - Deborah Grey

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig hægt er að prjóna Moebius hring. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

 9:00 - 12:00 Að prjóna íslenska lopapeysu / Knitting a traditional Icelandic sweater, fyrri hluti 

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefðbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennt í tveimur lotum. Seinni lotan er kennd á sunnudeginum kl. 9:00 - 12:00. Námskeið verður haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku og ensku. 

 9:00 - 12:00 Möguleikar og skilvirkni peysuformsins - Ýr Jóhannsdóttir 

Á námskeiðinu fæst innsýn í ferli textílhönnuðarins Ýr Jóhannsdóttir - Ýrúrarí - þar sem hún umbreytir gömlum peysum með ýmsum ólíkum prjóna aðferðum og gefur þeim karakter. Námskeið fer fram í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku. 

 9:00 - 12:00 Knit for not-so-experienced knitters - Helga Isager 

Helga Isager kennir byrjendum hvernig hægt er að prjóna flóknari hluti. Kennt verður í Kvennaskólanum og á ensku. 

 9:00 - 12:00 Kantar og hnappagöt - Helga Jóna Þórunnardóttir

Á þessu námskeiði í Kvennaskólanum kennir Helga Jóna ógurlega fína og góða prjóntækni, mismunandi uppfit og affellingar, fallegir kantar og hnappagöt. Kennt verður á íslensku. 

 9:00 - 12:00 Prjónaðu þitt eigið sjal - Hildur Ýr Ísberg

Hefur þig alltaf langað til að hanna þitt eigið sjal en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þetta námskeið snýst um að læra inn á sjöl og hvernig grunnsniðmátið að mörgum mismunandi sjalalögunum hegðar sér. Hildur Ýr Ísberg kennir í Kvennaskólanum og á íslensku. Athugið: Sama námskeið verður líka kennt á ensku á sunnudaginn. 

13:45 - 16:45 Knitting socks two at the same time and toe up - Deborah Grey 

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á að prjóna tvo sokka samtímis og byrjað verður að prjóna frá tánni. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

13:45 - 16:45 Furðuflíkur og flækjur: Tilraunasmiðja! - Ýr Jóhannsdóttir

Á námskeiðinu fæst innsýn í ferli textílhönnuðarins Ýr Jóhannsdóttir - Ýrúrarí - þar sem hún umbreytir gömlum peysum með ýmsum ólíkum prjóna aðferðum og gefur þeim karakter. Námskeið fer fram í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku. 

13:45 - 16:45 Knitting and embroidery - Helga Isager

Helga Isager kennir hvernig hægt er að tvinna saman prjón og útsaum. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum og kennt er á ensku. 

13:45 - 16:45 Tvílitt klukkuprjón - Helga Jóna Þórunnardóttir

Helga Jóna kennir hvernig hægt er að nýta tvílitt klukkuprjón á skemmtilegan hátt. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum og er á íslensku. 

13:45 - 16:45 Vettlingar í öfuga átt  - Hildur Ýr Ísberg

Á þessu námskeiði verður kennd aðferð við að prjóna vettlinga ofanfrá, það er að segja frá fingrum niður að stroffi. Hildur Ýr Ísberg kennir á íslensku. 

13:45 - 16:45 Uppfit, kantar og affellingar - Auður Björt Skúladóttir

Á þessu námskeiði er farið yfir nokkrar aðferðir til að auðvelda þér að gera prjónaflíkina með öðrum útfærslum en áður og jafnvel skemmtilegra útlit en áður. Auður Björt Skúladóttir kennir í Kvennaskólanum og á íslensku. 

 

Sunnudagur 13. júní

9:00 - 12:00 Knitted secrets, illusions and code - Deborah Grey 

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á prjóna leyndarmál og tákn. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

9:00 - 12:00 Practicality and possibilities of the sweater form - Ýr Jóhannsdóttir 

Á námskeiðinu fæst innsýn í ferli textílhönnuðarins Ýr Jóhannsdóttir - Ýrúrarí - þar sem hún umbreytir gömlum peysum með ýmsum ólíkum prjóna aðferðum og gefur þeim karakter. Námskeið fer fram í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku. Athugið að sama námskeiðið "Möguleikar og skilvirkni peysuformsins" er einnig kennt á íslensku á laugardaginn. 

9:00 - 12:00 Að prjóna íslenska lopapeysu / Knitting a traditional Icelandic sweater, seinni hluti 

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennd í tveimur lotum, en hér um seinni hlutann að ræða. Námskeið verður haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku og ensku. 

9:00 - 12:00 Finish and fine details - Helga Isager

Helga Isager kennir hvernig hægt er að klára prjónles með frágangi og útfærslu sem setur punktinn yfir i-ið. Kennt verður á ensku. 

9:00 - 12:00 Prjónanörðanámskeið - Helga Jóna Þórunnardóttir

Á þessu námskeiði verður unnið með smáatriðin sem gera prjónið enn fallegra, t.d. litaskipti og frágang. Helga Jóna Þórunnardóttir kennir á íslensku. 

9:00 - 12:00 Knit your own shawl - Hildur Ýr Ísberg 

Hefur þig alltaf langað til að hanna þitt eigið sjal en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þetta námskeið snýst um að læra inn á sjöl og hvernig grunnsniðmátið að mörgum mismunandi sjalalögunum hegðar sér. Hildur Ýr Ísberg kennir í Kvennaskólanum á ensku. Athugið: Sama námskeið "Prjónaðu þitt eigið sjal" verður líka kennt á íslensku á laugardaginn. 

13:45 - 16:45 Solar dyeing with local plants - Deborah Grey 

Námskeiðið hefst á að farið verður út til að týna plöntur sem síðar verða nýttar í sólarlitun. Deborah Grey frá Skotlandi kennir í Bílskúrsgallerý við Kvennaskólann. Kennt verður á ensku. 

13:45 - 16:45 Kaðlabútateppi - Auður Björt Skúladóttir

Það sem einkennir kaðlabútateppið er að það er eins báðu megin, fullkomið á prjónana á ferðinni og bíður upp á svo marga litamöguleika. Auður Björt Skúladóttir kennir á íslensku.