Dagskrá 2020

upplýsingar koma síðar!

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá 2019:

Föstudagur 7. júní 

13:00 - 17:00 Ullarþvottastöð á Blönduósi

Heimsókn í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi. Aðgangur er ókeypis en nauðsynleg er að skrá sig hjá okkur með því að senda póst á textilmidstod@textilmidstod.is Ullarþvottastöðin á Blönduósi er staðsett á Efstubraut og tekur við allri ull á Íslandi til þvotta. Spennandi er að sjá þvottaferlið og hvernig ullin er undirbúin til spuna. 

15:00 Prjónaratleikur um Blönduós (mun standa yfir alla helgina)

Tilkynning á fyrstu vísbendingu ratleiksins á Facebook / í afgreiðslu í Félagsheimilinu! Ratleikur með prjónaþema mun standa yfir alla helgina. Hægt er að taka þátt á þessum tímum: 

Föstudag 15-18, Laugardag 11-16, Sunnudag 11-16, Mánudag 11-16. 

Endilega dreifið þátttökunni yfir helgina, ekki er mælt með því að allir leggja af stað kl. 15:00 á föstudaginn ; ) Leitin tekur u.þ.b. 1 ½ klst. fyrir fótgangandi og liggur viða um bæinn.  Ef spurningar vakna hafið samband við starfsfólk í afgreiðslu í Félagsheimilinu.

17:00 - 18:00 Setning Prjónagleðinnar

Setning Prjónagleðarinnar fer fram í Bíósal Félagsheimilisins á Blönduósi. Haldinn verður fyrirlestur "See You In Knitland" eða ,,Sjáumst í Prjónalandi" með Louise Klindt. Einnig munu mæðgurnar Steinunn Kristín Valtýsdóttir og Ástrós Elísdóttir gleðja okkur með yndislegum söng. Verið hjartanlega velkomin, ekkert kostar inn á setninguna, bara koma og njóta!

18:00 - 22:00 Prjónakaffi 

Eigum notalega stund í Félagsheimilinu á Blönduósi þegar við erum búin að koma okkur fyrir á föstudagskvöldið. Spjöllum, prjónum eða heklum :), deilum sögum og höfum gaman. Kaffi og meðlæti er seld á staðnum. Allir velkomnir!

20:00 - 21:30 Sundprjón - námskeið 

Sundprjón i Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Helga Jóna Þórunnardóttir kennir. Námskeiðið er fyrir þær/þá sem elska bæði prjón og sund. Njótum þess að prjóna í vatninu og læra nýja tækni/áferðir í prjóni! Sundlaugin er opin sérstaklega fyrir námskeiðið og er aðgangur innifalinn í námskeiðsgjaldinu. 

 

Laugardaginn, 8. júní 

9:00 - 12:00 Þríhyrnu sjöl - námskeið

Helga Jóna Þórunnardóttir kennir hvernig á að byggja upp sjal og góða prjóntækni þeim tengdum. T.d. fallegt uppfit, góðar affellingar og að lesa munstur. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum á Blönduósi. Kennt verður á íslensku.

9:00 - 12:00 Knitting socks two at the same time and toe up - námskeið

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á að prjóna tvo sokka samtímis og byrjað verður að prjóna frá tánni. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

9:00 - 12:00 Jaquardstrik - námskeið

Námskeið er fyrir vana prjónara. Tvíbandaprjón er gjarnan kennt við eyjuna Fair Isle við Hjaltlandseyjar og gefur góða möguleika á mörgum litum í prjóninu. Louise Klindt er kennari og prjónahönnuður frá Danmörku. Á námskeiðinu er gengið út frá bók hennar ,,Jacquardstrik.” Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og verður kennt á dönsku. 

10:00 - 18:00 Sölutorg í Félagsheimilinu á Blönduósi

Sölutorg Prjónagleðinnar er opið í Félagsheimilinu og margir spennandi söluaðilar verða með prjónatengdar vörur til sölu. Allir velkomnar að skoða og gera góð kaup, en frítt er inn á sölutorgið. Veitingar seldar á staðnum. 

13:00 - 13:45 Að reka nýsköpunarfyrirtæki í prjóni á Íslandi - fyrirlestur

Ágústa Þóra Jónsdóttir er prjónahönnuður og eigandi Gusta prjónavörur. Hún flytur fyrirlestur um stofnun og rekstur prjónafyrirtækis og gefur þannig innsýn í líf frumkvöðuls, prjónahönnuðar og rekstaraðila á Íslandi. Fyrirlesturinn er haldinn í Bíósal Félagsheimilisins á íslensku. Sami fyrirlestur verður haldinn á ensku sama dag og á sama stað kl. 17:15. Aðgangur er innifalinn í helgar- og dagpassa. 

14:00 - 17:00 Nýr kafli fyrir gamlar peysur- námskeið 

Á námskeiðinu fæst innsýn í ferli textílhönnuðarins Ýr Jóhannsdóttir - Ýrúrarí - þar sem hún umbreytir gömlum peysum með ýmsum ólíkum prjóna aðferðum og gefur þeim karakter. Námskeið fer fram í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku. 

14:00 - 17:00 Masker på tværs / þverlykkjur - námskeið

Louise Klindt textíl- og prjónahönnuður frá Danmörku mun kenna ýmsar aðferðir af láréttu prjóni. Námskeiðið er fyrir vana prjónara. Kennt verður á dönsku í Kvennaskólanum. 

14:00 - 17:00 Knitting a traditional Icelandic sweater, part I - námskeið

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefðbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennt í tveimur lotum. Seinni lotan er kennd á sunnudeginum kl. 9:00. Námskeið verður haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku. 

17:15 - 18:00 Prehispanic Mexican textiles - fyrirlestur

Selene Gaytán Correa er listmaður frá Mexikó og flytur hér fyrirlestur um mexikanska hefð í textíl (á ensku). Aðgangur er innifalinn í helgar- og dagpassa. 

19:30 Kvöldverður og skemmtun

Kvöldverður - Útigrill hjá Félagsheimilinu á Blönduósi. Ekki innifalið í helgar- og dagpassa. 

 

Sunnudagur 9. júní

9:00 - 12:00 Prjóna trix og fínerí fyrir prjónanörda - námskeið

Helga Jóna Þórunnardóttir textílkennari sýnir ýmsa góða prjóntækni, svo sem mismunandi uppfit og affellingar, kanta og hnappagöt. Námskeiðið er haldið í Kvennaskólanum. Kennt er á íslensku. 

9:00 - 12:00 Drop spindle spinning for beginners - námskeið 

Deborah Grey frá Skotlandi hefur margra ára reynslu í kennslu í ullarvinnslu. Á þessu námskeiði kennir hún hvernig á að spinna á halasnældu. Námskeið er haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

9:00 - 12:00 Innblástur í prjóni - námskeið

Hildur Ýr Ísberg prjónahönnuður sýnir hvernig hægt er að nota umhverfið sem innblástur í prjóni. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum og kennt verður á íslensku. Sama námskeið verður kennt á ensku á mánudagsmorgni kl. 9:00. 

9:00 - 13:00 Knitting a traditional Icelandic sweater, part II

Anna Margrét Valgeirsdóttir textílkennari sýnir hvernig á að prjóna hefbundna íslenska lopapeysu. Námskeið er ætlað enskumælandi þátttakendum og verður kennd í tveimur lotum, en hér um seinni hlutann að ræða. Námskeið verður haldið í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku. 

10:00 - 18:00 Sölutorg í Felagsheimilinu  

Sölutorg Prjónagleðinnar er opið í Félagsheimilinu og margir spennandi söluaðilar verða með prjónatengdar vörur til sölu. Allir velkomnar að skoða og gera góð kaup, en frítt er inn á sölutorgið. Veitingar seldar á staðnum. 

13:00 - 13:45 Mynstur án reglu - fyrirlestur 

Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður flytur fyrirlestur um hönnunarferli sitt og notkun prjóns á nýjum nótum. Fyrirlesturinn er haldinn í Bíósal Félagsheimilisins á íslensku. Sami fyrirlestur verður haldinn á ensku sama dag og á sama stað kl. 17:15. Aðgangur er innifalinn í helgar- og dagpassa. 

14:00 - 17:00 Tvílitt klukkuprjón - námskeið

Hildur Ísberg textílhönnuður kennir hvernig hægt er að nýta tvílitt klukkuprjón á skemmtilegan hátt. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum og kennt á íslensku.

17:15 - 18:00 Breaking the pattern - fyrirlestur 

Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður flytur fyrirlestur um hönnunarferli sitt og notkun prjóns á nýjum nótum. Fyrirlesturinn er haldinn í Bíósal Félagsheimilisins á ensku. Aðgangur er innifalinn í helgar- og dagpassa. 

20:00 - 22:00 Karaoke kvöld

Karaoke kvöld í Félagsheimilinu. Allir að mæta og hafa gaman :)

 

Mánudagur 10. júní 

9:00 - 12:00 Solar dyeing with local plants - námskeið

Námskeiðið hefst á að farið verður út til að týna plöntur sem síðar verða nýttar í sólarlitun. Deborah Grey frá Skotlandi kennir í Bílskúrsgallerý við Kvennaskólann. Kennt verður á ensku. 

9:00 - 12:00 Inspired knitting - námskeið

Hildur Ýr Ísberg prjónahönnuður sýnir hvernig hægt er að nota umhverfið sem innblástur í prjóni. Námskeiðið verður haldinn í Kvennaskólanum og kennt verður á ensku.

10:00 - 16:00 Sölutorg

Sölutorg Prjónagleðinnar er opið í Félagsheimilinu og margir spennandi söluaðilar verða með prjónatengdar vörur til sölu. Allir velkomnar að skoða og gera góð kaup, en frítt er inn á sölutorgið. Veitingar seldar á staðnum.