Hvað er Ullarþon?

Ullarþon - Hvað er það?

Ullarþon er hugmynda- og nýsköpunarkeppni á netinu, sem snýst um að koma með nýstárlegar lausnir á ákveðna áskorun eða umræðuefni, í þessu tilfelli, íslenska ull með áherslu á verðminnstu ullarflokkana. (Ullarþon er orðaleikur þar sem áskorunin “ull” er tengd við hakkaþon.) Þátttakendur keppa sem einstaklingur eða í teymum - 2 eða fleiri í hverju teymi - og þróa hugmynd eða skapandi lausnir frá grunni. Lokaafurðin getur verið allt frá hugmynd, vöru, nýrri tækni um hvernig á að nota ullina eða….. slepptu hreinlega ímyndunaraflinu lausu!

Þátttakendur þróa lausn sem uppfyllir allar kröfur í einum til tveimur af fjórum keppnisflokkum Ullarþonsins:

1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
2. Blöndun annarra hráefna við ull
3. Ný afurð
4 Stafrænar lausnir og rekjanleiki

Í öllum flokkum er lögð áhersla á nýsköpun, nýtingu verðminnstu ullarflokkana, hringrásarhagkerfið, sjálfbærni, umhverfisvæna framleiðslu og nútíma framleiðsluþætti. 

Hvar og hvenær?

Skráning hefst 1. mars. Ullarþonið fer fram á netinu frá 25. - 29. mars. Eftir það mun dómnefndin fara yfir hugmyndirnar og þann 16. apríl verður tilkynnt um 5 efstu liðin í hverjum flokki. Dagana 3.-10. maí munu 5 efstu liðin kynna hugmyndir sinar fyrir dómnefnd. Verðlaunaafhending fer fram á HönnunarMars 2021, þann 20. maí. 

Hver má taka þátt?

Ullarþon er öllum opinn - hönnuðum, líftæknifræðingum, bændum, handverksfólki, listamönnum, nemendum, margmiðlunarfólki, fólki sem vinnur að nýsköpun að einum eða öðrum hætti, tæknifræðingum, verkfræðingum, skólum, tæknigreinum og öllum þeim sem sjá möguleika á að auka verðmæti íslensku ullarinnar.

 Ef þú hefur áhuga á íslenskri ull, náttúruauðlindunum, nýjum möguleikum, sjálfbærni, hringrásarhagkerfinu, endilega skráðu þig og vertu með!

Hver á höfundarréttinn að hugmyndinni minni? 

Þátttakendur og sigurvegarar í Ullarþoninu eiga allan rétt á eigin hugmyndum. Skipuleggjendur Ullarþonsins munu ekki krefjast neins réttar á hugmyndum eða lausnum sem þróaðar voru í Ullarþoninu. Við biðjum þátttakendur að gæta þess að nota ekki höfundarréttarvarin efni í Ullarþoninu.

Hvernig tek ég þátt?

Til að taka þátt þarftu að:

  • Skráð þig í gegnum Ullarþon vefsíðuna með því að smella á „Skráðu þig hér!“ takki. (Skráning hefst 1. mars.) Þetta á bæði við um einstaklinga og lið og það er mikilvægt að allir liðsmenn hafi þegar skráð sig sem einstaklingar. Það verður hægt að gera breytingar á liðinu eftir að Ullarþon byrjar. 
  • Skráðu þig inn á Facebook-síðu Ullarþonsins - vinnusvæðið. Facebook verður vettvangurinn þar sem mestu samskipti þátttakenda, leiðbeinenda og skipuleggjenda eiga sér stað. 
  • Stofnaðu lið. 
  • Mæta á Ullarþon á netinu og farðu að hugsa!
  • Sendu inn lokalausn í gegnum heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar / Ullarthon fyrir kl. 20:00, þann 29. mars.  

Hvernig verð ég hluti af teymi?

Ef þátttakendur hafa stofnað lið áður en Ullarþonið hefst er það frábært! Það er þó mikilvægt að muna að allir liðsfélagar þurfa að skrá sig hver í sínu lagi í gegnum Ullarþon vefsíðuna. Þátttakendur sem vilja komast í lið eða stofna lið geta gert það í gegnum Facebookarsíðu Ullarþonsins. Þar geta þeir sem vilja fundið liðið sem hentar hverjum og einum eða fundið aðila sem passa inn í til að stofna lið.

Leiðbeinendur og dómarar

Leiðbeinendur eru til staðar til þess að veita liðum Ullarþonsins hjálparhönd og hjálpa þeim á því sviði sem þeir hafa sérþekkingu á svo sem hönnun eða viðskiptaþróun. Dómnefnd metur innsendir hugmyndir. Leiðbeinendur og dómarar koma frá eftirfarandi stofnunum & fyrirtækjum: (Ekki tæmandi listi!)

 

Get ég notað fyrirfram þróaða hugmynd?

Þátttakendur geta notað áður þróaðar hugmyndir. Hins vegar verður að þróa  hugmyndina/lokaafurðina meðan á Ullarþoninu stendur og hvorutveggja verður að uppfylla kröfur fyrir valinn flokk.

Dómarar - kríteríur 


Dómarar munu leggja áherslu á eftirfarandi í dómum sínum í flokkunum:

1.) Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull. Hér skiptir máli að sýnt sé fram á að lausnin búi til verðmæti til framtíðar og unnið sé með óunninni ull. (Ullin telst óunnin áður en hún fer í spuna)

2.) Nýskapandi lausn á blöndun annara hráefna við ullina. Hér skiptir máli að sýna fram á blöndun íslenskra hráefna við ullina.

3.) Ný afurð. Hér skiptir máli sýna fram á nýtingu tækninnar við hönnun/framleiðslu og að varan hafi sérstöðu fram yfir það sem almennt er í boði á markaði. Jafnframt er lögð áhersla á nýtingu íslensku ullarinnar sem megin hráefni og að hugmyndir séu sóttar í íslenska menningu.

4.) Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hér skiptir máli að lausnin sé stafræn með áherslu á íslensku sauðkindina og lífsferil ullarinnar, sauðkindina, rekjanleika, lífsferil íslensku ullarinnar, íslenska náttúru og menningu.

Sýna verður fram á nýsköpun, nýta verðminnstu ullarflokkana og að tekið sé tillit til hringrásarhagkerfisins. Að auki verða almenn matsatriði dómnefndar:

  • Nýnæmi: Hvernig nýja lausnin sker sig úr í samanburði við núverandi lausnir? Er lausnin nýstárleg / frumleg? 

  • Notagildi/fýsileiki: Er lausnin fýsileg og raunhæf til framkvæmdar miðað við núverandi aðstæður hér á landi? Hver er fjármagnsþörfin? Er t.d. Business Model Canvas stillt upp til þess að sýna fram á fýsileika lausnar? 

  • Mun lausnin auka verðmæti verðminnstu ullarflokkanna?

Kostar að taka þátt?

Nei, það kostar ekki neitt að taka þátt í Ullarþoni. Það er alveg ókeypis. Heildarverðmæti vinninga eru hins vegar um 1.600.000 kr. !

Ég er með! Hvar er hægt að skrá sig? 

Skráning hefst 1 mars. Hægt er að skrá sig hér. 

Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband við verkefnastjóra Jóhanna (johanna@textilmidstod.is) eða Hulda (hulda@nmi.is).