Fyrirlesarar

Fyrirlesarar koma víða að og þeir valdir með það fyrir augum að þeir nýtist þátttakendum sem best. Á setningu Ullarþonsin ávarpar samkomuna, formaður stjórnar Textílmiðstöðvarinnar, Hulda Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Uppspuna. Fyrirlesarar eru í þeirri röð sem þeir koma fram:

FImmtudagur 25. mars, kl. 16:00

Búi Bjarmar Aðalsteinsson hönnuður veitir þátttakendum innblástur með fyrirlestri sínum. Hann á og rekur hönnunarstofuna Grallargerðina ehf.

Sigrid Daregård textílhandverkhönnuður & Sólveig Dóra Hansdóttir fatahönnuður vilja nýta möguleika íslensku ullarinnar betur og framleiða tískuvarning úr ull með nýjum aðferðum. 

Gunnar Hilmarsson er fatahönnuður, tónlistamaður og yfirhönnuður herrafataverzluns Kormáks & Skjaldar. 

Birgir Haraldsson er búfræðingur og sauðfjárbóndi á Kornsá í Vatnsdal í Austur Húnavatnssýslu. Hann sem ungur bóndi hefur mikinn áhuga á ræktun fjár og ekki síst ræktun ullarinnar.

Laugardagur 27. mars, kl. 13:00

WhiteFeather Hunter is a multiple award-winning Canadian artist and scholar working in a research, craft and performance-based transdisciplinary practice. She specializes in biomaterials research and biotextile experimentation. (Fyrirlesturinn er á ensku.) 

Sunna Jökulsdóttir er textílverkfræðingur og gæða- og þróunarstjóri Ístex. Hún segir okkur meðal annars frá verðminnstu flokkunum sem koma til Ístex.

Jón Gunnarsson er samskiptastjóri hjá Hugverkastofu. Hann hefur mikla reynslu í leiðbeiningu í sambandi við hugverk (hver á hugmynd og hver ekki).

Sunnudagur 28. mars, kl.10:15

Hulda Birna Baldursdóttir er sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð. Hennar sérsvið eru viðskiptamódel, business canvas, nýsköpun, stafræn tækni og markaðssetning.

Mánudagur 29. mars, kl. 13:00

Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands. Hún er sauðfjárbóndi með fjölskyldu sinni, textílkennari og hennar sérsvið er ullin. Hefur kennt vinnslu á ull síðan 1991.